Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þingmaður Miðflokksins ver Duterte og segir hann fórnarlamb „falsfrétta“

„Þetta er eins og mað­ur sé stadd­ur í ein­hverju leik­riti herra for­seti,“ sagði Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé sem mis­bauð mál­flutn­ing­ur Birg­is Þór­ar­ins­son­ar til varn­ar fil­ipp­eysk­um stjórn­völd­um.

Þingmaður Miðflokksins ver Duterte og segir hann fórnarlamb „falsfrétta“
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins Mynd: Miðflokkurinn

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er óánægður með að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi gagnrýnt stjórnvöld á Filippseyjum fyrir mannréttindabrot á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 

Í ræðu sem Birgir flutti á Alþingi í gær fagnaði hann þeim árangri sem ríkisstjórn Rodrigo Duterte hefði náð í stríði sínu gegn fíkniefnum og glæpahringjum.„Árangurinn af aðgerðum stjórnvalda er mikill og í flestum borgum landsins hefur glæpatíðni minnkað á bilinu 40 til 70 prósent,“ sagði hann.

Samkvæmt ársskýrslu Human Rights Watch hafa þúsundir verið drepnar í herferð Duterte gegn glæpahringjum síðan forsetinn tók við embætti í júní 2016. Sjálfur hefur forsetinn viðurkennt að hafa staðið að aftökum án dóms og laga. Þá hefur hann hvatt landsmenn til að drepa eiturlyfjafíkla og líkt sjálfum sér við Adolf Hitler.

Birgir Þórarinsson segir hins vegar að umræðan um ástandið á Filippseyjum sé lituð af „falsfréttum“. „Málið snýst um stríð gegn eiturlyfjum þar í landi og hafa stjórnvöld verið sökuð um dráp á borgurum án dóms og laga. Ekki er þó allt sem sýnist í þessum og mikið af falsfréttum hefur verið dreift sem eru fjármagnaðar af eiturlyfjahringjum á Filippseyjum og settar fram í þeim tilgangi að sverta stjórnvöld,“ sagði Birgir í ræðu sinni í gær.

Vill að eiturlyfjafíklar deyiÁtak Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjum og glæpum snýst að miklu leyti um að murka lífið úr eiturlyfjafíklum og eiturlyfjasölum. Hann hefur líkt sjálfum sér við Hitler.

„Fjölmargir lögreglumenn hafa verið drepnir í þessum aðgerðum á Filippseyjum, en þær hafa hins vegar skilað verulegum árangri þar í landi og hófst þessi aðgerð fyrir þremur árum. Glæpatíðni á Filippseyjum var há og má segja að landið hafi verið þjakað af eiturlyfjagengum.“ Sagði þingmaðurinn að nú loksins væri staðan orðin þannig að almennir borgarar gætu gengið óhultir um götur Filippseyja að kvöldlagi. 

„Forsetinn á Filippseyjum nýtur mikils stuðnings meðal landsmanna og almenningur á Filippseyjum stendur fyllilega við bakið á forsetanum í þessu stríði. Ég tel að í þessu máli hefðum við átt að stíga varlegar til jarðar í mannréttindaráðinu.“

Blöskraði málflutningurinn**Kolbeinn Proppé**, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Birgi Þórarinsson harðlega.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, veitti andsvar og gagnrýndi Birgi harðlega fyrir málflutninginn.

„Er það, forseti, skoðun háttvirts þingmanns að stofnanir eins og Amnesty International, sem talar um grun um þúsundir ólöglegra aftaka eða drápa af hendi lögreglu á Fillipseyjum, að þetta byggi allt á misskilningi og falsfréttum? Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja við svona málflutningi. Ég er of kurteis maður til að segja það sem ég hefði helst viljað segja hér í pontu,“ sagði hann. 

„Ég er of kurteis maður til að segja það sem
ég hefði helst viljað segja hér í pontu“

Kolbeinn rakti að samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Filippseyjum hefðu 4948 grunaðir eiturlyfjanotendur og eiturlyfjasalar dáið frá 1. júlí 2016 til 30. september 2018 í stríðinu gegn eiturlyfjum. „Alþjóðaglæpadómstóllinn tilkynnir að hann ætli að hefja forrannsókn á þessu – getur verið ef tæplega 5000 manns eru drepnir á þessum tíma í baráttunni gegn eiturlyfjum að eitthvað sé ekki í lagi? – í febrúar 2018. Mánuði síðar tilkynnir forseti Filippseyja að hann ætli að draga landið úr Alþjóðaglæpadómstólnum. Og hér stendur háttvirtur þingmaður, í forréttindastöðu sinni uppi á Íslandi og kallar þessar hörmungar falsfréttir. Mér er misboðið forseti.“

Birgir sagði málið ekki jafn einfalt og það liti út fyrir að vera. Sjálfur hefði hann rætt við samfélag Filippseyinga á Íslandi sem hefði frætt hann um stöðu mála. „Það fer tvennum sögum í þessum efnum og það er staðreynd að það hefur verið dreift heilmikið af falsfréttum hvað varðar stöðu mála og þá sérstaklega þessar svokölluðu aftökur án dóms og laga,“ sagði Birgir. Kolbeinn sagði málflutninginn óboðlegan. „Þetta er eins og maður sé staddur í einhverju leikriti herra forseti.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár