Ríki Evrópu beita nú ákæruvaldinu af aukinni hörku gegn einstaklingum sem fremja svokallaða samstöðuglæpi [e. crimes of solidarity] með því að veita flótta- og förufólki aðstoð og/eða sýna því samstöðu. Fólk er meðal annars sótt til saka fyrir að bjarga lífi sjófarenda á flótta, fyrir að veita þeim húsaskjól í landi, eða fyrir að reyna að koma í veg fyrir að þeim sé vísað úr landi. Þá eru dæmi þess að sjálfboðaliðar mannúðarsamtaka séu ákærðir á grundvelli hryðjuverkalaga, símar þeirra hleraðir og/eða bankareikningar frystir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu frá breskri stofnun sem berst gegn rasisma í Evrópu, Institute for Race Relations, IRR, en skýrslan ber heitið When witnesses won’t be silenced: citizens’ solidarity and criminalisation.

Athugasemdir