Ríki Evrópu beita nú ákæruvaldinu af aukinni hörku gegn einstaklingum sem fremja svokallaða samstöðuglæpi [e. crimes of solidarity] með því að veita flótta- og förufólki aðstoð og/eða sýna því samstöðu. Fólk er meðal annars sótt til saka fyrir að bjarga lífi sjófarenda á flótta, fyrir að veita þeim húsaskjól í landi, eða fyrir að reyna að koma í veg fyrir að þeim sé vísað úr landi. Þá eru dæmi þess að sjálfboðaliðar mannúðarsamtaka séu ákærðir á grundvelli hryðjuverkalaga, símar þeirra hleraðir og/eða bankareikningar frystir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu frá breskri stofnun sem berst gegn rasisma í Evrópu, Institute for Race Relations, IRR, en skýrslan ber heitið When witnesses won’t be silenced: citizens’ solidarity and criminalisation.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Sótt til saka fyrir að hjálpa fólki á flótta
Þeim sem aðstoða flóttafólk og sýna því samstöðu er mætt af síaukinni hörku í ríkjum Evrópu. Dæmi eru um að fólk sem bjargaði hundruðum mannslífa sé sótt til saka fyrir svokallaða samstöðuglæpi. Í nýlegri skýrslu samtaka sem berjast gegn rasisma er fjallað ítarlega um þessa uggvænlegu þróun og meðal annars vísað í nýlegt dæmi frá Íslandi.
Athugasemdir