Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hönnun sem viðfang safnara

Verk 28 nor­rænna hönnuða og hönn­un­art­eyma sem ein­kenn­ast af til­raun­um og leik má nú virða fyr­ir sér á sýn­ing­unni Núna nor­rænt í Lista­safni Reykja­vík­ur í Hafn­ar­hús­inu. Sýn­ing­ar­stjór­ar ís­lenska hluta sýn­ing­ar­inn­ar segja áber­andi að hönn­uð­ir leiti nú nýrra leiða og að­ferða í fram­leiðslu og sköp­un.

Hönnun sem viðfang safnara
Sýningarstjórar Núna norrænt Þær Hlín Helga Guðlaugsdóttir og María Kristín Jónsdóttir segja það einkenna hönnuðina og hönnunarteymin sem taka þátt í sýningunni sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu að leika sér að formum og efnum, skapa hluti sem hafa sérstöðu og leyfa sér að fara lengra frá notagildinu og yfir í fagurfræði eða sköpun, sköpunarinnar vegna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjaldgæft tækifæri til að sjá brot af verkum margra af helstu hönnuðum Norðurlandanna sem starfa á mörkum hönnunar, handverks og listar gefst nú í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, þar sem stendur yfir sýningin Núna norrænt. Þar eru til sýnis verk eftir 28 hönnuði og hönnunarteymi sem valin voru af sýningarstjórum frá hverju Norðurlandanna; Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningarstjórar íslensku línunnar eru þær Hlín Helga Guðlaugsdóttir og María Kristín Jónsdóttir en þeir íslensku hönnuðir og hönnunarteymi sem taka þátt eru Garðar Eyjólfsson, Hugdetta ásamt 1+1+1, Magnús Ingvar Ágústsson, Studio Brynjar & Veronika, Studio Flétta, Studio Hanna Whitehead og Tinna Gunnarsdóttir. „Allt eru þetta verk sem eru ekki framleidd í miklu magni og byggja á handverki hönnuða eða nánu samstarfi þeirra við handverksfólk,“ útskýrir Hlín Helga. „Það var með þeim formerkjum sem við völdum inn hönnuði til þátttöku. Tilraunir og leikur einkenna verk þeirra. Þeir leika sér að formum og efnum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár