Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hönnun sem viðfang safnara

Verk 28 nor­rænna hönnuða og hönn­un­art­eyma sem ein­kenn­ast af til­raun­um og leik má nú virða fyr­ir sér á sýn­ing­unni Núna nor­rænt í Lista­safni Reykja­vík­ur í Hafn­ar­hús­inu. Sýn­ing­ar­stjór­ar ís­lenska hluta sýn­ing­ar­inn­ar segja áber­andi að hönn­uð­ir leiti nú nýrra leiða og að­ferða í fram­leiðslu og sköp­un.

Hönnun sem viðfang safnara
Sýningarstjórar Núna norrænt Þær Hlín Helga Guðlaugsdóttir og María Kristín Jónsdóttir segja það einkenna hönnuðina og hönnunarteymin sem taka þátt í sýningunni sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu að leika sér að formum og efnum, skapa hluti sem hafa sérstöðu og leyfa sér að fara lengra frá notagildinu og yfir í fagurfræði eða sköpun, sköpunarinnar vegna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjaldgæft tækifæri til að sjá brot af verkum margra af helstu hönnuðum Norðurlandanna sem starfa á mörkum hönnunar, handverks og listar gefst nú í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, þar sem stendur yfir sýningin Núna norrænt. Þar eru til sýnis verk eftir 28 hönnuði og hönnunarteymi sem valin voru af sýningarstjórum frá hverju Norðurlandanna; Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningarstjórar íslensku línunnar eru þær Hlín Helga Guðlaugsdóttir og María Kristín Jónsdóttir en þeir íslensku hönnuðir og hönnunarteymi sem taka þátt eru Garðar Eyjólfsson, Hugdetta ásamt 1+1+1, Magnús Ingvar Ágústsson, Studio Brynjar & Veronika, Studio Flétta, Studio Hanna Whitehead og Tinna Gunnarsdóttir. „Allt eru þetta verk sem eru ekki framleidd í miklu magni og byggja á handverki hönnuða eða nánu samstarfi þeirra við handverksfólk,“ útskýrir Hlín Helga. „Það var með þeim formerkjum sem við völdum inn hönnuði til þátttöku. Tilraunir og leikur einkenna verk þeirra. Þeir leika sér að formum og efnum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár