Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hönnun sem viðfang safnara

Verk 28 nor­rænna hönnuða og hönn­un­art­eyma sem ein­kenn­ast af til­raun­um og leik má nú virða fyr­ir sér á sýn­ing­unni Núna nor­rænt í Lista­safni Reykja­vík­ur í Hafn­ar­hús­inu. Sýn­ing­ar­stjór­ar ís­lenska hluta sýn­ing­ar­inn­ar segja áber­andi að hönn­uð­ir leiti nú nýrra leiða og að­ferða í fram­leiðslu og sköp­un.

Hönnun sem viðfang safnara
Sýningarstjórar Núna norrænt Þær Hlín Helga Guðlaugsdóttir og María Kristín Jónsdóttir segja það einkenna hönnuðina og hönnunarteymin sem taka þátt í sýningunni sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu að leika sér að formum og efnum, skapa hluti sem hafa sérstöðu og leyfa sér að fara lengra frá notagildinu og yfir í fagurfræði eða sköpun, sköpunarinnar vegna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjaldgæft tækifæri til að sjá brot af verkum margra af helstu hönnuðum Norðurlandanna sem starfa á mörkum hönnunar, handverks og listar gefst nú í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, þar sem stendur yfir sýningin Núna norrænt. Þar eru til sýnis verk eftir 28 hönnuði og hönnunarteymi sem valin voru af sýningarstjórum frá hverju Norðurlandanna; Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningarstjórar íslensku línunnar eru þær Hlín Helga Guðlaugsdóttir og María Kristín Jónsdóttir en þeir íslensku hönnuðir og hönnunarteymi sem taka þátt eru Garðar Eyjólfsson, Hugdetta ásamt 1+1+1, Magnús Ingvar Ágústsson, Studio Brynjar & Veronika, Studio Flétta, Studio Hanna Whitehead og Tinna Gunnarsdóttir. „Allt eru þetta verk sem eru ekki framleidd í miklu magni og byggja á handverki hönnuða eða nánu samstarfi þeirra við handverksfólk,“ útskýrir Hlín Helga. „Það var með þeim formerkjum sem við völdum inn hönnuði til þátttöku. Tilraunir og leikur einkenna verk þeirra. Þeir leika sér að formum og efnum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár