Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fullyrðingar um „húskarl Evrópusambandsins“ standast ekki

Þrýsti­hóp­ur gegn þriðja orkupakk­an­um full­yrð­ir að ís­lenska rík­ið þurfi að bera kostn­að af nýju embætti í Reykja­vík sem muni taka ákvarð­an­ir um orku­mál Ís­lands og „gefa út fyr­ir­mæli í bak og fyr­ir“. Ekk­ert slíkt kem­ur fram í op­in­ber­um gögn­um um inn­leið­ing­una.

Fullyrðingar um „húskarl Evrópusambandsins“ standast ekki

Fullyrðingar um að þriðji orkupakkinn leiði til þess að stofnað verði sérstakt embætti á Íslandi, á kostnað íslenska ríkisins, sem muni gefa fyrirmæli um orkumál eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þetta er ljóst af þeim opinberu gögnum sem liggja fyrir um þriðja orkupakkann og fyrirhugaða innleiðingu hans á Íslandi. 

Hvergi í þingsályktunum og lagafrumvörpum utanríkisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er minnst á að nýju embætti verði komið á fót vegna þriðja orkupakkans eða að íslenska ríkið muni bera kostnað af nýju stöðugildi hjá Evrópusambandinu.

Samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar er ástæðan fyrir þessu einföld: það stendur ekki til að koma á fót neinu embætti vegna þriðja orkupakkans.  

„Það er gert ráð fyrir að það komi hér embættismaður í Reykjavík sem mun gefa út fyrirmæli í bak og fyrir,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í myndbandi sem samtökin Orkan okkar hafa dreift undanfarna daga. 

„Sá embættismaður, hann sækir ekkert umboð til Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda. Hann er húskarl Evrópusambandins. Og í öllum álitamálum sem kunna að kom upp í þessu samhengi þá er það Evrópusambandið sem mun úrskurða.“ 

Málflutningurinn er í samræmi við fullyrðingar sem settar eru fram á vef Orkunnar okkar, sjá hér að neðan:

Eins og Stundin greindi frá í morgun lúta þær lagabreytingarnar sem þriðji orkupakkinn kallar á hérlendis að sjálfstæði og auknum valdheimildum Orkustofnunar við framkvæmd raforkueftirlits.

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna aukinna lögbundinna verkefna raforkueftirlits Orkustofnunar – meðal annars vegna þátttöku í ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði – aukist um 49 milljónir króna árið 2019 en að tekjur ríkissjóðs aukist um 47 milljónir frá og með 2020 vegna hækkunar á gjaldinu sem stendur undir kostnaði vð raforkueftirlitið.

Enginn landsreglari á leið til Reykjavíkur

„Þriðji orkupakki ESB mælir ekki fyrir um að hér verði starfrækt embætti Landsreglara, eða nýtt embætti sem taki ákvarðanir um orkumál Íslands,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Eins og kemur fram í frumvarpi sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mælti fyrir í gærkvöldi verður raforkueftirlit áfram í höndum Orkustofnunar eins og verið hefur frá setningu raforkulaga 2003. 

„Gert er ráð fyrir að Orkustofnun verði óháð bæði markaðsaðilum og stjórnvöldum í eftirlitshlutverki sínu og að hún veri efld og styrkt, sjá frumvarp um breyting á raforkulögum á þingskjali 1242,“ segir Þórir.

„Þetta felur ekki í sér frávik eða eðlisbreytingu frá því sem gildir um aðrar sjálfstæðar eftirlitsstofnanir á Íslandi sem á undanförnum árum hefur verið fengið aukið sjálfstæði, sbr. t.d. Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið.“

„ACER eða ESA mun ekki hafa
neitt boðvald yfir Orkustofnun“

Fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um þriðja orkupakkann að tryggt sé að Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) muni ekki geta gefið út nein bindandi tilmæli fyrir íslensk stjórnvöld. Upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tekur í sama streng. „ACER eða ESA mun ekki hafa neitt boðvald yfir Orkustofnun nema ef sú staða kemur upp að Ísland sé búið að leggja raforkusæstreng til Evrópu og deilur koma upp á milli raforkueftirlits Orkustofnunar og raforkueftirlits á hinum enda strengsins um tiltekna tæknilega þætti sem lúta að tengingunni,“ segir upplýsingafulltrúinn. „Þá ber að vísa slíkri deilu til ESA. Sæstrengur verður hins vegar aldrei lagður til eða frá Íslandi án samþykkis Alþingis og hvorki ACER né ESA hafa nokkuð um það að segja, né aðrar stofnanir eða einkaaðilar.“

Samhliða innleiðingu þriðja orkupakkans hefur ríkisstjórnin kynnt lagabreytingar sem er ætlað að taka af öll tvímæli um að óheimilt sé að ráðast í tengingu raforkukerfi landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis og heildstæðu mati á umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar. Þórdís Kolbrún mælti fyrir lagabreytingu þess efnis í gærkvöldi. 

Samtökin Orkan okkar hafa vakið nokkra athygli eftir að þau þingmönnum áskorun um að hafna þriðja orku­pakka Evrópusambandsins og hófu undirskriftasöfnun gegn innleiðingu hans í íslenskan rétt. Í forsvari fyrir hópnum er þjóðþekkt fólk á borð við Frosta Sigurjónsson, Vigdísi Hauksdóttur, Guðna Ágústsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Fram kemur á vef samtakanna að þau vilji standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. „Samtökin voru stofnuð í október 2018 til þess að vekja athygli á mikilvægi orkuauðlindarinnar fyrir lífskjörin í landinu og kynna rök gegn frekari innleiðingu orkulöggjafar ESB hér á landi. Samtökin eru opin öllum sem vilja styðja málstaðinn.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
2
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
8
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár