Meðallaun tíu tekjuhæstu forstjóra íslenskra fyrirtækja hækkuðu lítillega milli ára og voru rúmar 7,6 milljónir króna á mánuði árið 2018. Í fyrsta sinn eru mánaðarlaun allra í hópnum komin yfir 5 milljónir króna.
Samkvæmt nýjum „lífskjarasamningum“ verða lágmarkslaun 317 þúsund krónur á mánuði í ár. Eru meðallaun forstjóranna tíu til jafns á við 23 starfsmenn á lágmarkslaunum, þegar tillit er tekið til lífeyrisgreiðslna. Mikil umræða spratt upp í tengslum við samningsgerðina um misskiptingu tekna og nefndu verkalýðsleiðtogar launahækkanir forstjóra til marks um það að fyrirtækin hefðu nóg til skiptanna. Á móti bentu atvinnurekendur á að þótt forstjórar stærstu fyrirtækja landsins séu með margfaldar tekjur launafólks þá eigi það ekki við um þorra stjórnenda fyrirtækja, sem flest séu minni að umfangi.
Eins og áður er Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, lang tekjuhæstur með andvirði 18,6 milljóna íslenskra króna í mánaðarlaun. Draga laun hans og Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, meðaltalið nokkuð upp, …
Athugasemdir