Seðlabanki Íslands telur það einungis vera „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um það með opinberum hætti á hvaða forsendum bankinn kærði útgerðarfélagið Samherja til embættis sérstaks saksóknara árið 2013. Þetta kemur fram í bréfi tveggja lögfræðinga sem starfa í bankanum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í bréfinu hafna lögfræðingarnir því, fyrir hönd Seðlabanka Íslands, að bankanum beri að afhenda Stundinni þau gögn sem kæra bankans í Samherjamálinu svokallaða byggir á.
Stundin kærði synjun Seðlabanka Íslands á beiðni blaðsins um umrædd gögn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í byrjun mars síðastliðinn. Seðlabanki Íslands hefur nú svarað kæru Stundarinnar og ítrekar það mat sitt í henni að ákvæði um þagnarskyldu hvíli á bankanum: „Þeir sem annast framkvæmd laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í …
Athugasemdir