Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins

Seðla­banki Ís­lands þrá­ast við að veita að­gang að rann­sókn­ar­gögn­un­um í Sam­herja­mál­inu og ger­ir lít­ið úr rétti al­menn­ings til að fá upp­lýs­ing­ar um mál­ið.

Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“  að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins
Uppákoma á Alþingi Uppákoma varð á Alþingi nú í mars þegar Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, hellti sér yfir Má Guðmundsson seðlabankastjóra út af Samherjamálinu. Mynd: RÚV

Seðlabanki Íslands telur það einungis vera „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um það með opinberum hætti á hvaða forsendum bankinn kærði útgerðarfélagið Samherja til embættis sérstaks saksóknara árið 2013. Þetta kemur fram í bréfi tveggja lögfræðinga sem starfa í bankanum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í bréfinu hafna lögfræðingarnir því, fyrir hönd Seðlabanka Íslands, að bankanum beri að afhenda Stundinni þau gögn sem kæra bankans í Samherjamálinu svokallaða byggir á. 

Stundin kærði synjun Seðlabanka Íslands á beiðni blaðsins um umrædd gögn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í byrjun mars síðastliðinn. Seðlabanki Íslands hefur nú svarað kæru Stundarinnar og ítrekar það mat sitt í henni að ákvæði um þagnarskyldu hvíli á bankanum: „Þeir sem annast framkvæmd laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár