Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óttast að áhrifafólk hafi gefið skotleyfi á flóttafólk

Prest­ur inn­flytj­enda á Ís­landi seg­ir kjarna krist­inn­ar trú­ar fel­ast í því að opna dyrn­ar fyr­ir flótta­fólki og veita því skjól. Tos­hiki Toma hef­ur síð­ast­lið­in ár starf­að ná­ið með flótta­fólki og hæl­is­leit­end­um á Ís­landi en tel­ur nú að áhrifa­fólk í ís­lensku sam­fé­lagi hafi gef­ið skot­leyfi á þenn­an við­kvæma hóp. Hann hef­ur áhyggj­ur af auk­inni hat­ursorð­ræðu í þeirra garð.

Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, furðar sig á því með hvaða hætti sumt íslenskt áhrifafólk hefur að undanförnu leyft sér að tala um flóttafólk og hælisleitendur og hefur áhyggjur af því að verið sé að gefa grænt ljós á að tala niður til þessara hópa.

Toshiki, sem hefur undanfarin ár starfað náið með fólki á flótta, segir að þeir sem haldi uppi málstað þessa viðkvæma hóps þurfi í auknum mæli að sitja undir hatursfullum athugasemdum á samfélagsmiðlum. Hann óttast að æ fleiri nýti sér tjáningarfrelsið til þess eins að þagga niður í málfrelsi annarra en leggur áherslu á mikilvægi þess að leyfa hatrinu ekki að sigra.

Blaðamaður Stundarinnar heimsótti Toshiki Toma á skrifstofu hans í Breiðsholtskirkju og fékk að heyra meira um baráttu hans fyrir hælisleitendur og flóttafólk, ógnirnar sem steðja að þessum viðkvæma hópi og örkina sem Ísland getur verið þeim sem hingað koma í leit að skjóli, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár