Fyrsti blaðamannafundur Krakkaveldis var haldinn á dögunum í æfingarhúsnæði þeirra, Tunglinu í Austurstræti.
Krakkaveldi er samtök krakka á aldrinum 9 til 12 ára, sem vilja breyta samfélaginu og stofna til krakkabyltingar. Krakkaveldi var stofnað af Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, eða Sölku, eins og hún er vanalega kölluð.
Salka er í þann mund að útskrifast af sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands, en Krakkaveldi er útskriftarverk hennar sem hún mun frumsýna ásamt krökkunum 1. maí.
Mikil gleði var í loftinu þegar blaðamaður og ljósmyndari gengu inn í Tunglið á blaðamannafund Krakkaveldis. Krakkarnir buðu blaðamann velkominn og hófu í kjölfarið létt spjall um daginn og veginn.
Athugasemdir