Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrsti blaðamannafundur Krakkaveldis

Fyrsti blaða­manna­fund­ur Krakka­veld­is var hald­inn á dög­un­um í æf­ing­ar­hús­næði þeirra, Tungl­inu í Aust­ur­stræti.

Fyrsti blaðamannafundur Krakkaveldis

Fyrsti blaðamannafundur Krakkaveldis var haldinn á dögunum í æfingarhúsnæði þeirra, Tunglinu í Austurstræti.

Krakkaveldi er samtök krakka á aldrinum 9 til 12 ára, sem vilja breyta samfélaginu og stofna til krakkabyltingar. Krakkaveldi var stofnað af Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, eða Sölku, eins og hún er vanalega kölluð.

Eldlilja Ég heiti Eldlilja og ég er í Fossvogsskóla. Ég er tíu að verða ellefu og mér finnst mjög gaman í leiklist og taekwondo.

Salka er í þann mund að útskrifast af sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands, en Krakkaveldi er útskriftarverk hennar sem hún mun frumsýna ásamt krökkunum 1. maí. 

Mikil gleði var í loftinu þegar blaðamaður og ljósmyndari gengu inn í Tunglið á blaðamannafund Krakkaveldis. Krakkarnir buðu blaðamann velkominn og hófu í kjölfarið létt spjall um daginn og veginn.

ÁstrósÉg heiti Ástrós. Ég er níu ára og ég er í Vesturbæjarskóla og mér finnst hestamennska mjög skemmtileg.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár