Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sækja kennslu í vopnaburði vegna innflytjenda: „Fólk vill vera tilbúið“

Ör­ygg­is- og her­skól­inn Europe­an Secu­rity Aca­demy Ice­land held­ur kynn­ing­ar­fund um nám­skeið í vopna­burði, ör­ygg­is­gæslu og skyld­um verk­efn­um í Reykja­vík. Sum­ir þeirra sem sækja fund­inn vilja nýta sér nám­skeið­ið til að verj­ast inn­flytj­end­um sem koma til Ís­lands.

Sækja kennslu í vopnaburði vegna innflytjenda: „Fólk vill vera tilbúið“

European Security Academy Iceland heldur kynningarfund um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á Grand Hotel í Reykjavík næstkomandi laugardag.

Einhverjir þeirra sem sækja fundinn vilja nýta sér námskeiðið til að verjast straumi innflytjenda sem hingað koma, samkvæmt fullyrðingum þeirra við Stundina. 

Stærsti herskóli Evrópu

Guðmundur ÞorleifssonFormaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

European Security Academy, eða ESA, er stærsti öryggis- og herskóli í Evrópu. Á heimasíðu ESA kemur fram að herskólinn hefur þjálfað yfir fimm þúsund konur og karla frá sextíu og átta löndum, þar á meðal nokkra Íslendinga. ESA býður upp á námskeið sem ætluð eru einstaklingum sem koma á eigin vegum, starfsmönnum öryggisfyrirtækja og stjórnvöldum í ýmsum löndum. Á Facebook-síðu ESA kemur fram að námskeið þeirra krefjist ekki neinnar fyrri reynslu í vopnaburði eða öryggisgæslu.

Þeir sem hafa skráð sig á viðburðinn á Facebook hafa mismunandi ástæður til að sækja kynningarfundinn. María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins, segist sækja fundinn í þeirri von að læra að verja sig ef til átaka kemur vegna straums innflytjenda og flóttamanna til landsins.

Aðspurð hvernig Maríu hafi frétt af téðum fundi svarar hún að Guðmundur Sigurfreyr Jónasson hafi sent henni skilaboð um hann. Á Facebook-síðu Sigurfreys kemur fram að hann hafi umsjón með Facebook-síðu samtakanna Vakur, sem titla sig samtök um evrópska menningu. Sigurfreyr tilheyrir einnig hópi útibús ESA á Íslandi, að því er kemur fram á Facebook-síðu hópsins. Sigurfreyr var einn af þremur fyrstu meðlimum hópsins. Til annarra meðlima þess hóps má telja Guðmund Þorleifsson, formann Íslensku þjóðfylkingarinnar og Helga Helgason varaformann.

Helgi Helgason Varaformaður Íslensku þjóðfylkingarinnar

Stundin hefur heimildir þess efnis að Sigurfreyr biðji fólk sem hyggst sækja kynningarfundinn að svara ekki blaðamanni. Sömuleiðis hefur Sigurfreyr gert það ljóst að blaðamanni verði vísað á dyr ætli hann sér að mæta á kynningarfundinn.

Í skilaboðum frá ESA kom fram að DV hefði fengið einkarétt á því að fjalla um kynningarfundinn. Fundurinn var kynntur í frétt á DV.is fyrir skemmstu. „Við lofuðum DV einkabirtingu (exclusive) á umfjöllun umfjöllun um kynningarfund ESA, sem þeir hafa þegar birt,“ segir í svari European Security Academy til Stundarinnar.

Segist búa sig undir yfirtöku íslams

Aðspurð um hvað vakti áhuga Maríu á kynningarfundinum talar hún um ástandið sem ríki að hennar mati í Evrópu.

Maríu finnst Evrópa illa farin af innflytjendum og „pólitískri yfirtöku íslams“ eins og hún orðar það, án þess að útskýra nánar hvað hún á við með því. „Ég horfi út í Evrópu og sé hvernig löndin eru illa farin,“ segir hún. 

María kallar leiðtoga í Evrópu gungur og segir að almenningur sé búinn að fá nóg. „Almenningur í Evrópu er mjög þreyttur. Hann vill löndin sín til baka. Almenningur vill halda sinni menningu og sínu þjóðríki og sérkennum þess og einkennum. En hnattvæðing í dag er að vaða yfir allt og alla,“ segir María.

Að sögn Maríu á það sama við um Ísland. Hún telur íslensk stjórnvöld vera „gungur“ og telur sömuleiðis að eina fólkið sem þori að tala á Íslandi séu litlir flokkar sem eru í þann mund að rísa upp. „Það er Frelsisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin og jú, og svo Miðflokkurinn,“ segir María.

Í byrjun janúar 2018 hafði innflytjendum á Íslandi fjölgað um tvö prósent á einu ári, eða úr 10,6 prósentum í 12,6 prósent íbúa. Langflestir innflytjendur á Íslandi koma frá Póllandi, eða um 40 prósent. Næststærsti hópurinn eru karlar sem koma frá Litháen og Lettlandi til að vinna hér á landi, eða um 5 prósent. Síðan er það fólk frá Filippseyjum sem leitar hingað til lands. Þessi hópur hefur haft gott aðgengi að vinnumarkaði, er almennt í stéttarfélögum og býr við áþekk gæði og öryggi og aðrir. Þeir mæta hins vegar hindrunum við að sækja sér menntun, fá síður störf við hæfi, búa við þrengri húsnæðiskost og verri fjárhagsstöðu en innlendir íbúar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár