Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Er hjónabandið ekki Kitchenaid-hrærivél?“

Að mati mynd­list­ar­manns­ins Alm­ars S. Atla­son­ar – Alm­ars í kass­an­um – er ekk­ert svo al­var­legt eða sorg­legt að ekki megi grín­ast svo­lít­ið með það. Alm­ar opn­ar sína fyrstu einka­sýn­ingu, Bú­skipti, í menn­ing­ar­rým­inu Midpunkt í Kópa­vogi á laug­ar­dag­inn.

„Er hjónabandið ekki Kitchenaid-hrærivél?“

Almar S. Atlason er með hendurnar útataðar í málningu einmitt þegar blaðamaður Stundarinnar ónáðar hann með símtali, til að forvitnast um hans fyrstu einkasýningu sem verður opnuð í menningarrýminu Midpunkt í Hamraborginni í Kópavogi, laugardaginn 6. apríl. Hann biður um að ég hringi örlítið seinna, svo hann hafi tíma til að þvo sér og setja sig í stellingar. Fimm mínútum seinna er hann með hreinar hendur og tilbúinn að tala um sjálfan sig og listina. „Einmitt núna er ég að mála salinn og föndra það síðasta fyrir sýninguna. Þetta gengur bara ljómandi vel. Ég nýt mín alltaf vel svona síðustu stundirnar fyrir sýningar, þegar allt er að smella saman,“ segir Almar og segist ekki verða sérstaklega taugaveiklaður þó að opnunarstundin nálgist. „Kvíðakast er status quo-ástand fyrir mig, þannig að ég finn engan mun.“

Þegar hlutir fara í sundur

Sýning Almars ber nafnið Búskipti og á kynningarmyndum tengdum sýningunni má sjá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár