Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hliðstæðar sögur ævintýramannsins Skúla í OZ og Skúla í WOW

WOW air er ekki fyrsta áber­andi fyr­ir­tæk­ið sem Skúli Mo­gensen stýr­ir sem fer á hlið­ina með lát­um. Um síð­ustu alda­mót var hann fram­kvæmda­stjóri og eig­andi há­tæknifyr­ir­tæk­is­ins OZ sem vann þró­un­ar­vinnu með farsíma sem Skúli taldi vera á heims­mæli­kvarða. Nú ætl­ar Skúli að stofna nýtt flug­fé­lag.

Hliðstæðar sögur ævintýramannsins Skúla í OZ og Skúla í WOW
Hliðstæð „ævintýri“ „Ævintýrin“ um OZ og WOW-air, eins og Skúli Mogensen kallar þau, eru að mörgu leyti lík en í báðum tilfellum var heimurinn undir hjá Skúla.(Samsett mynd af Skúla Mogensen forstjóra OZ og Skúla Mogensen forstjóra WOW air). Mynd: Samsett / MBL / WOW air

„Ef litið er um öxl má segja að helsti galli en jafnframt kostur OZ var hversu stórhuga við vorum, við ætluðum okkur alla tíð að búa til og markaðssetja tæknivörur fyrir almenning á heimsvísu,“ sagði Skúli Mogensen, þáverandi framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins OZ, eftir að Landsbanki Íslands hafði yfirtekið fyrirtækið um vorið 2003 og sett eignirnar inn í nýstofnað fyrirtæki í Kanada, Landsbanki Holdings Canada Inc. 

Skúli hefur verið daglegt umfjöllunarefni í íslenskum fjölmiðlum síðustu vikurnar

vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air sem hann stofnaði árið 2011. Áður en Skúli stofnaði WOW air var hann hins vegar þekktastur fyrir að stýra OZ, sem var áberandi spútnikfyrirtæki á Íslandi á síðasta áratug 20. aldar.  Í báðum tilfellum var Skúli áberandi sem andlit viðkomandi fyrirtækja og var honum hampað sem markaðsmanni fyrir það hvernig hann stýrði og kynnti fyrirtækin út á við og tók við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár