„Ef litið er um öxl má segja að helsti galli en jafnframt kostur OZ var hversu stórhuga við vorum, við ætluðum okkur alla tíð að búa til og markaðssetja tæknivörur fyrir almenning á heimsvísu,“ sagði Skúli Mogensen, þáverandi framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins OZ, eftir að Landsbanki Íslands hafði yfirtekið fyrirtækið um vorið 2003 og sett eignirnar inn í nýstofnað fyrirtæki í Kanada, Landsbanki Holdings Canada Inc.
Skúli hefur verið daglegt umfjöllunarefni í íslenskum fjölmiðlum síðustu vikurnar
vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air sem hann stofnaði árið 2011. Áður en Skúli stofnaði WOW air var hann hins vegar þekktastur fyrir að stýra OZ, sem var áberandi spútnikfyrirtæki á Íslandi á síðasta áratug 20. aldar. Í báðum tilfellum var Skúli áberandi sem andlit viðkomandi fyrirtækja og var honum hampað sem markaðsmanni fyrir það hvernig hann stýrði og kynnti fyrirtækin út á við og tók við …
Athugasemdir