Uppsafnaður hagnaður í rekstrafélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., er 650 milljónir króna frá árinu 2010. Þar af var meira en 90 milljóna hagnaður á fyrirtækinu árið 2016 og eins 2017 en þetta eru tvö síðustu rekstrarár sem ársreikningar liggja fyrir um. Á sama tímabili hefur verið greiddur út 260 milljóna króna arður út úr félaginu. Hótel Rangá er að langmestu leyti í eigu Friðriks Pálsssonar en hann á nærri 85 prósent af hlutafénu.
Hótel Rangá er ein af þeim hótelkeðjum sem fjallað er um í nýjasta tölublaði Stundarinnar en hótelfyrirtækið hefur gengið afar vel á síðustu árum. Þau verkföll sem hafa staðið yfir síðustu vikur hafa ekki bitnað með beinum hætti á Hótel Rangá þar sem starfsmenn fyrirtækisins eru ekki í þeim stéttarfélögum sem farið hafa í verkföll. Friðrik hefur samt tjáð sig um verkföllin í …
Athugasemdir