Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað fyrir Boeing vélarnar

Icelanda­ir keypti ekki ör­ygg­is­bún­að í Boeing 737 MAX vél­ar sín­ar sem nú hafa ver­ið kyrr­sett­ar, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Boeing seldi bún­að­inn auka­lega. Skort­ur á slík­um ör­ygg­is­bún­aði er tal­inn tengj­ast því að tvær slík­ar vél­ar hafa hrap­að á und­an­förn­um mán­uð­um og á fjórða hundrað lát­ist.

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað fyrir Boeing vélarnar

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem seldur var aukalega. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Skortur á slíkum búnaði er talinn tengjast því að tvær vélar af þessari gerð hafa hrapað á undanförnum mánuðum og á fjórða hundrað manns látist.

Boeing hefur rukkað flugfélög aukalega fyrir öryggisbúnaðinn, en fyrirtækið hefur lýst því yfir að hann verði staðalbúnaður héðan í frá þegar hugbúnaðaruppfærsla verður tilbúin. Sum lággjaldaflugfélög hafa því sleppt að kaupa hann vegna kostnaðar.

Tvær vélar af gerðinni Boeing 737 MAX hafa brotlent á undanförnum mánuðum. Ein hrapaði 29. október 2018 við Indónesíu og létust allir um borð, 189 manns. Hin hrapaði í Eþíópíu 10. mars með 157 manns um borð og lifði enginn af. Hvorug vélanna var með þennan öryggisbúnað.

Icelandair á þrjár vélar af gerðinni Boeing 737 MAX sem bera nöfnin Dyrhólaey, Jökulsárlón og Látrabjarg. Allar voru kyrrsettar 12. mars eftir flugslysið í Eþíópíu. Icelandair bætir sex slíkum vélum við flotann á vormánuðum.

Fjöldi flugfélaga hefur tilkynnt að öryggisbúnaðurinn sé í vélum þeirra. Meðal þeirra flugfélaga eru American Airlines og Southwest Airlines.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu