Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað fyrir Boeing vélarnar

Icelanda­ir keypti ekki ör­ygg­is­bún­að í Boeing 737 MAX vél­ar sín­ar sem nú hafa ver­ið kyrr­sett­ar, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Boeing seldi bún­að­inn auka­lega. Skort­ur á slík­um ör­ygg­is­bún­aði er tal­inn tengj­ast því að tvær slík­ar vél­ar hafa hrap­að á und­an­förn­um mán­uð­um og á fjórða hundrað lát­ist.

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað fyrir Boeing vélarnar

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem seldur var aukalega. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Skortur á slíkum búnaði er talinn tengjast því að tvær vélar af þessari gerð hafa hrapað á undanförnum mánuðum og á fjórða hundrað manns látist.

Boeing hefur rukkað flugfélög aukalega fyrir öryggisbúnaðinn, en fyrirtækið hefur lýst því yfir að hann verði staðalbúnaður héðan í frá þegar hugbúnaðaruppfærsla verður tilbúin. Sum lággjaldaflugfélög hafa því sleppt að kaupa hann vegna kostnaðar.

Tvær vélar af gerðinni Boeing 737 MAX hafa brotlent á undanförnum mánuðum. Ein hrapaði 29. október 2018 við Indónesíu og létust allir um borð, 189 manns. Hin hrapaði í Eþíópíu 10. mars með 157 manns um borð og lifði enginn af. Hvorug vélanna var með þennan öryggisbúnað.

Icelandair á þrjár vélar af gerðinni Boeing 737 MAX sem bera nöfnin Dyrhólaey, Jökulsárlón og Látrabjarg. Allar voru kyrrsettar 12. mars eftir flugslysið í Eþíópíu. Icelandair bætir sex slíkum vélum við flotann á vormánuðum.

Fjöldi flugfélaga hefur tilkynnt að öryggisbúnaðurinn sé í vélum þeirra. Meðal þeirra flugfélaga eru American Airlines og Southwest Airlines.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár