Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað fyrir Boeing vélarnar

Icelanda­ir keypti ekki ör­ygg­is­bún­að í Boeing 737 MAX vél­ar sín­ar sem nú hafa ver­ið kyrr­sett­ar, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Boeing seldi bún­að­inn auka­lega. Skort­ur á slík­um ör­ygg­is­bún­aði er tal­inn tengj­ast því að tvær slík­ar vél­ar hafa hrap­að á und­an­förn­um mán­uð­um og á fjórða hundrað lát­ist.

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað fyrir Boeing vélarnar

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem seldur var aukalega. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Skortur á slíkum búnaði er talinn tengjast því að tvær vélar af þessari gerð hafa hrapað á undanförnum mánuðum og á fjórða hundrað manns látist.

Boeing hefur rukkað flugfélög aukalega fyrir öryggisbúnaðinn, en fyrirtækið hefur lýst því yfir að hann verði staðalbúnaður héðan í frá þegar hugbúnaðaruppfærsla verður tilbúin. Sum lággjaldaflugfélög hafa því sleppt að kaupa hann vegna kostnaðar.

Tvær vélar af gerðinni Boeing 737 MAX hafa brotlent á undanförnum mánuðum. Ein hrapaði 29. október 2018 við Indónesíu og létust allir um borð, 189 manns. Hin hrapaði í Eþíópíu 10. mars með 157 manns um borð og lifði enginn af. Hvorug vélanna var með þennan öryggisbúnað.

Icelandair á þrjár vélar af gerðinni Boeing 737 MAX sem bera nöfnin Dyrhólaey, Jökulsárlón og Látrabjarg. Allar voru kyrrsettar 12. mars eftir flugslysið í Eþíópíu. Icelandair bætir sex slíkum vélum við flotann á vormánuðum.

Fjöldi flugfélaga hefur tilkynnt að öryggisbúnaðurinn sé í vélum þeirra. Meðal þeirra flugfélaga eru American Airlines og Southwest Airlines.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár