Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

„Skoð­an­ir lækna eru bæði mjög sterk­ar og ólík­ar um þetta mál,“ seg­ir Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags Ís­lands.

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
Ekki var einhugur um afstöðuna sem tekin var í umsögninni um þungunarrofslöggjöfina. Mynd: Af vef Læknafélags Íslands

Stjórn Læknafélags Íslands dró til baka umsögn um þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Í umsögninni hafði stjórnin lýst sig mótfallna því að þungunarrof yrði heimilað til loka 22. viku meðgöngu eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Ekki var einhugur um umsögnina hjá félaginu og var því óskað eftir því að hún yrði fjarlægð af vef Alþingis.

Reynir Arngrímssonformaður Læknafélags Íslands.

„Ég sendi þessa umsögn samkvæmt því hefðbundna verklagi sem tíðkast hefur um samráð við stjórn félagsins,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Þegar í ljós kom síðar að skoðanir lækna eru bæði mjög sterkar og ólíkar um þetta mál bar ég þá tillögu upp við stjórn Læknafélags Íslands, fyrr í þessari viku, að við myndum draga þessa umsögn til baka. Hún var samþykkt einróma og því óskuðum við eftir því við Alþingi að umsögnin yrði fjarlægð af vef þingsins.“

Reynir segir að stjórnin muni ræða framhaldið undir sérstökum dagskrárlið á stjórnarfundi næsta mánudag. „Þar mun ég leggja fram tillögu um málþing um þungunarrofsfrumvarpið með framsögum úr ýmsum áttum innan Læknafélags Íslands. Kannski myndast þar grunnur fyrir sameiginlega umsögn um frumvarpið en það er samt ekkert ólíklegt að skoðanir verði það skiptar innan LÍ eins og í samfélaginu öllu að félaginu verði erfitt eða jafnvel ómögulegt að senda frá sér eitt álit á þessu stóra máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár