Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

„Skoð­an­ir lækna eru bæði mjög sterk­ar og ólík­ar um þetta mál,“ seg­ir Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags Ís­lands.

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
Ekki var einhugur um afstöðuna sem tekin var í umsögninni um þungunarrofslöggjöfina. Mynd: Af vef Læknafélags Íslands

Stjórn Læknafélags Íslands dró til baka umsögn um þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Í umsögninni hafði stjórnin lýst sig mótfallna því að þungunarrof yrði heimilað til loka 22. viku meðgöngu eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Ekki var einhugur um umsögnina hjá félaginu og var því óskað eftir því að hún yrði fjarlægð af vef Alþingis.

Reynir Arngrímssonformaður Læknafélags Íslands.

„Ég sendi þessa umsögn samkvæmt því hefðbundna verklagi sem tíðkast hefur um samráð við stjórn félagsins,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Þegar í ljós kom síðar að skoðanir lækna eru bæði mjög sterkar og ólíkar um þetta mál bar ég þá tillögu upp við stjórn Læknafélags Íslands, fyrr í þessari viku, að við myndum draga þessa umsögn til baka. Hún var samþykkt einróma og því óskuðum við eftir því við Alþingi að umsögnin yrði fjarlægð af vef þingsins.“

Reynir segir að stjórnin muni ræða framhaldið undir sérstökum dagskrárlið á stjórnarfundi næsta mánudag. „Þar mun ég leggja fram tillögu um málþing um þungunarrofsfrumvarpið með framsögum úr ýmsum áttum innan Læknafélags Íslands. Kannski myndast þar grunnur fyrir sameiginlega umsögn um frumvarpið en það er samt ekkert ólíklegt að skoðanir verði það skiptar innan LÍ eins og í samfélaginu öllu að félaginu verði erfitt eða jafnvel ómögulegt að senda frá sér eitt álit á þessu stóra máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár