Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur samið nýtt lag til að bregðast við áhyggjum sínum af auknum fordómum gegn hælisleitendum vegna orðræðu áhrifafólks um þá.
„Fyrst og fremst er þetta lag um kærleika og ást, sem er, þegar upp er staðið, það eina sem skiptir máli. Þess vegna getur þetta átt við mig sjálfan, alveg eins og við þig. Við þurfum að bjóða okkur sjálf velkomin, að elska okkur sjálf skilyrðislaust. Um leið á þetta lag við um alla flóttamenn heimsins, öll börn heimsins, og alla þá sem ekki eiga heimili og eru á vergangi.“
Þetta segir Bubbi Morthens um nýja lagið sitt, Velkomin, sem hann kynnti fyrir vinum sínum á Facebook á miðvikudagskvöldið. Með honum leika Örn Eldjárn gítarleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommuleikari, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, sem syngur jafnframt bakraddir með Valdimar, Elísabetu Ormslev og Stefaníu Svavarsdóttur.
Lagið hefur Bubbi flutt á tónleikum á síðustu mánuðum …
Athugasemdir