Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það“

Haga­skóli hef­ur stöðv­að tíma­bund­ið und­ir­skrifta­söfn­un nem­enda til stuðn­ings skóla­syst­ur sinni, Zainab Safari sem yf­ir­völd hyggj­ast senda úr landi ásamt fjöl­skyldu henn­ar, eft­ir kvört­un frá tveim­ur for­eldr­um. Aðr­ir for­eldr­ar hafa lýst óánægju með það og telja inn­grip­ið gefa slæm skila­boð um tján­ing­ar­frelsi og lýð­ræði.

„Börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það“
Shahnaz, Zainab og Amil Skólafélagar Zainab hófu undirskriftasöfnun til að krefjast þess að hún yrði ekki send úr landi. Hún var stöðvuð tímabundið, vegna athugasemda frá tveimur foreldrum. Mynd: Davíð Þór

Margir hafa sett sig í samband við Ómar Örn Magnússon, fulltrúa kennara í réttindaráði Hagaskóla, og hvatt til þess að nemendur fái að halda áfram undirskriftasöfnun til stuðnings Zainab Safari, fjórtán ára nemanda við skólann, móður hennar og tólf ára bróður.

Undirskriftasöfnunin var stöðvuð af skólastjórnendum vegna kvörtunar tveggja foreldra. Nokkur umræða hefur skapast meðal foreldra barna við skólann um hvaða skilaboð sé verið að senda börnunum með þessu að því er varðar tjáningarfrelsi, mannréttindi og lýðræði. 

Annað foreldrið sem kvartaði vísaði í persónuverndarlög og taldi undirskriftasöfnunina brjóta í bága við þau.

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, segir að Persónuvernd hafi ekki borist kvörtun vegna málsins og stofnunin ekki fjallað um það formlega. Hins vegar sé alveg ljóst að ekkert í lögunum banni undirskriftasöfnun barna.

„Auðvitað sætir tjáningarfrelsi barna einhverjum takmörkunum í ljósi þess að þau eru börn og að foreldrar hafa ákveðið forræði yfir högum þeirra og visst ákvörðunarvald í þeirra lífi. Að sama skapi er gert ráð fyrir því að börn hafi tjáningarfrelsi og virða beri afstöðu og vilja þeirra, eftir því sem þau hafa aldur og þroska til. Þetta kemur fram í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í persónuverndarlöggjöfinni er raunar tæpt á þessum sjónarmiðum,“ segir Þórður.

Hann bætir við að barnasáttmálinn hafi verið lögfestur á Íslandi og ákvæði úr honum sett í barnalög. Í 12. gr. sáttmálans komi fram að aðildarríki skulu tryggja rétt barna til að láta skoðanir sínar frjálslega í ljós. Í 13. gr. sé talað um rétt barn til að láta í ljós skoðanir sínar, munnlega, skriflega eða á prenti og í 14. gr. sé talað um að virða skuli rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. „Þannig að það er alveg ljóst að börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það eða afnema aðra löggjöf sem hefur það að markmiði að standa vörð um mannréttindi barna.“ 

Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa synjað fjölskyldunni um efnislega meðferð á Íslandi, á þeim grundvelli að þau hafi þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi. Þau eiga því yfir höfði sér að verða send aftur til Grikklands.

„Þannig að það er alveg ljóst að börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það.“

Síðastliðinn mánudaginn hlýddu nemendaráð, nemendafulltrúar og réttindaráð Hagaskóla á Zainab segja sögu sína. Fjölskyldan er frá Afganistan en var lengi búsett í Íran. Þaðan fóru þau afar erfiða leið yfir til Tyrklands og eftir nokkrar tilraunir komust þau með báti til Grikklands. Þar var faðir barnanna handtekinn af landamæravörðum við komuna til landsins. Hann var í haldi í mánuð. Eftir að honum var sleppt var hann í slæmu andlegu ástandi og hvarf loks fjölskyldunni, sem veit ekki hvar hann er niðurkominn í dag. Fjölskyldan lýsir lífi sem einkenndist af fullkomnu vonleysi og erfiðileikum í Grikklandi. Móðirin, Shahnaz, kom ein til Íslands með börnin.

Frásögn Zainab reyndi mjög á viðstadda og í kjölfar hennar sendi réttindaráðið frá sér ályktun, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar er mótmælt harðlega. Í réttindaráði sitja fulltrúar 8., 9. og 10. bekkjar, eitt foreldri, tveir kennarar og deildarstjóri við skólann. Tilgangur ráðsins er að sjá til þess að allt starf í skólanum taki mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samhliða ályktuninni settu nemendur undirskriftasöfnunina af stað. 

Á þriðjudag fengu foreldrar barna við skólann tölvupóst svohljóðandi:

Sælir kæru foreldrar.

Að gefnu tilefni viljum við upplýsa ykkur um að nemendafélag, nemendafulltrúar og réttindaráð skólans hafa tekið höndum saman og sett af stað undirskriftarsöfnun til að mótmæla brottvísun skólasystur í Hagskóla úr landi.

Réttindaráð skólans sendi frá sér ályktun sem hægt er að nálgast á vef skólans.( http://hagaskoli.is/alyktun-fra-rettindaradi-hagaskola/)

Undir bréfið skrifar Hildur Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla. Daginn eftir að undirskriftasöfnunin var sett af stað var hún hins vegar stöðvuð, vegna athugasemda tveggja foreldra við skólann.

Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem jafnframt á sæti í réttindaráði Hagaskóla, segir að tekin hafi verið ákvörðun um stöðva undirskriftasöfnunina tímabundið meðan grundvöllur athugasemdanna væri athugaður. Von sé á skriflegu áliti Umboðsmanns barna og Unicef í dag, þar sem hann eigi von á að staðfest verði að börnunum sé heimilt að safna undirskriftunum. Hann segir að ein ábendinganna hafi snúið að því, að þar sem undirskriftasöfnunin færi fram í nafni réttindaráðs, nemendaráðs og nemendafulltrúa skólans, væri hún gerð í nafni Hagaskóla og að slíkt væri ólöglegt. Það væri hins vegar ekki rétt, hún sé í nafni nemenda við skólann og þeim sé frjálst að tjá hug sinn með þessu móti.

Þá segir hann að gagnrýnt hafi verið að áskoruninni væri beint almennt til stjórnvalda en ekki til kærunefndar útlendingamála. 

Ómar Örn á von á að börnin hefji aftur undirskriftasöfnun strax í dag, þó ekki sé ljóst hvort haldið verði áfram með sömu lista, nýir búnir og safnað aftur, eða hvort undirskriftasöfnunin verði á netinu. „Við erum auðvitað í ákveðnum kapphlaupi við tímann, þar sem fjölskyldan bíður brottflutnings. En undirskriftasöfnunin mun halda áfram, það kemur ekkert annað til greina í huga nemenda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
4
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár