Kona sem búsett er á Norðurlandi með börn sín tvö, tíu ára og átta ára, hefur beðið í meira en ár eftir því að fá niðurstöðu um hvort hún fái að fara ein með forsjá þeirra. Börnin hafa frá fæðingu búið hjá móður sinni en ekki hjá föður, ef frá eru skilin fyrstu tvö ár eldra barnsins.
Snemma á síðasta ári leitaði konan aðstoðar lögmanns, Berglindar Jónasardóttur, til að freista þess að fá fulla forsjá með börnum sínum. Höfðað var mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands í júní 2018. Málið hefur dregist verulega, þrátt fyrir að maðurinn sé dæmdur barnaníðingur og hafi þar að auki ekki sýnt áhuga á samskiptum við börnin svo árum skiptir.
Lögmaður, sem Stundin ræddi við og hefur víðtæka reynslu af forsjármálum, bendir á að dómarar sinni sjálfir gagnaöflun í forsjármálum. Ein skýring á töfum á málinu gæti verið að dómarinn hafi viljað upplýsa sem allra best um …
Athugasemdir