Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

Vandi serí­unn­ar er að þótt hún reyni að vera ís­lensk­ari en fjöll­in er hún af­skap­lega út­lensk.

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

Ófærð er alvöru sjónvarpsviðburður. Það hafa töluvert betri sjónvarpsþættir verið framleiddir á Íslandi undanfarin ár, en engin sem nær sömu heljartökum á þjóðarsálinni. Þegar Ófærð brestur á ferðumst við öll aftur til 1990 og horfum samtímis á línulegt sjónvarp, ljóðskáld opnar Ófærðarstofu á Facebook og fær hátt í þúsund komment í kringum hvern þátt og það eru skrifaðar fréttir strax eftir hvern þátt um viðbrögðin á Twitter.

Kannski er það einmitt passlega klaufalegt og sveitalegt handritið sem veldur þessu, ef allir sætu opinmynntir yfir snilldinni myndi enginn hafa tíma til að tvíta og kommenta í beinni. Og það er eitthvað kröftugt lím í þáttunum – sjálfur var ég nærri búinn að gefast upp eftir fyrsta þátt en hélt samt áfram.

Snargalið plott

Enda eru stærstu veikleikar seríunnar mest áberandi í byrjun. Þetta snargalna plott um þjóðernissinnaða afdalabændur sem allir eru virkjanaandstæðingar. Þetta bar með sér skelfilegan mislestur handritshöfunda á íslensku samfélagi síðustu áratugina, því þótt vafalítið megi einhvers staðar finna þessa týpu þá er almenna reglan sú að öfgaþjóðernissinnar, virkjanaandstæðingar og afdalabændur eru þjóðfélagshópar sem skarast afskaplega lítið í íslensku samfélagi.

Út frá þessu spretta svo letileg samtöl eins og þetta:

„Þeir spretta út upp um allt, þessi hægriöfgapólitík, meira að segja hérna í sveitinni.“

„Ég myndi halda að þetta væri fullkominn jarðvegur fyrir hana.“

Þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að landsbyggðin íslenska sé eitthvað verri við útlendinga en Reykjavík, hvað þá að umhverfisbarátta sé gróðrarstía rasisma. Einn veruleikafirrtur virkjanasinni gæti hins vegar alveg gengið – og það er vísir að einum slíkum í Katli, einni forvitnilegustu persónu þáttanna sem Steinn Ármann leikur af stakri snilld, sem afdalahaus sósaður í Íslendingasögum sem verður hálfgerð völva sem berst gegn auðvaldinu.

Þýtt yfir á íslensku

Vandi seríunnar er líka kannski að þótt hún reyni að vera íslenskari en fjöllin er hún afskaplega útlensk. Þá á ég ekki við staðhátta-uslann sem gerir flesta kunnuga staðháttum gráhærðra – sjálfur átti ég frekar auðvelt með að samþykkja Siglufjörð og Seyðisfjörð sem sama bæjarfélagið í síðustu seríu, kannski út af því það var hvort eð er allt á kafi í snjó. Siglufjörður með dassi af Akureyri gengur hins vegar verr upp, maður skynjar oft illa hvort þetta er þúsund manna bæjarfélag eða 20 þúsund manna.

Aðalvandinn er þó þýðingarbragurinn á handritinu, enda helmingur handritshöfunda erlendir og álíka margir þýðendur og handritshöfundar í kreditlistanum. Stærri vandi eru svo allir lausu endarnir og persónurnar sem hreinlega gleymast. Af áðurnefndum Katli undanskildum er eins og allir rasistarnir í fyrri hluta seríunnar gleymist hreinlega í þeim síðari. Svo dúkka stöku sinnum upp karakterar sem hafa lítinn annan tilgang en að þjóna sögunni, eins og kjánalega gamla nornin sem fer að röfla um bölvun – þótt kannski hefði mér fundist hún skemmtilega fríkuð ef þetta væri David Lynch-sería einhvers staðar í miðríkjum Bandaríkjanna.

Eins var bölvað klúður hvernig alls kyns þræðir sem búið var að byggja upp, eins og rasistarnir og skuggalegar aðgerðir í tengslum við virkjunina, útlendingaandúðin og hommafóbían, skiptu svo aldrei neinu máli fyrir söguna þegar allt kom til alls. Það er ódýrt hjá handritshöfundum að vera með ótal þræði sem eru eingöngu til þess að afvegaleiða áhorfandann, ekki til þess að undirbyggja stóru söguna sem verið er að segja. Hérna hefði einfaldlega þurft að flétta alla þræðina betur saman, sýna hvernig gjörðir bæði góðra manna og vondra hefðu þróast í þann eitraða kokteil sem á endanum olli þessari glæpaöldu.

Forn-Grikkir töluðu um Guð í vélinni þegar áður óþekkt hetja kom og bjargaði málunum í lokin, slíkt þótti svik við söguna, gerir að verkum að allt sem á undan fór verður markleysa. Hér fáum við í staðinn djöfulinn í vélinni, sem er til staðar bara til að bjarga handritshöfundunum í lokin. Aukapersóna sem var vissulega alltaf til staðar en engu púðri hafði verið eytt í persónusköpun hennar, fyrr en hún þróast skyndilega í aðalskúrk sögunnar. Og af því þetta er íslenskur sjónvarpsþáttur er ástæðan vitaskuld sifjaspell, sem verður ódýrara frásagnarbragð í hvert skipti. En hefði samt alveg sloppið fyrir horn ef það hefði á einhvern hátt verið fléttað sem táknmynd fyrir umhverfisspjöllin eða rasismann eða eitthvað annað, en þetta eru bara glefsur úr fjarlægri fortíð.

Of miklu troðið inn

Hér er líka alltof miklu troðið inn án þess að persónur og stakar sögur fái andrými, jafnvel leyfa stöku karakterum að eiga sviðið í heilan þátt. Heill þáttur af Ásgeiri eða hjónabandsörðugleikum Hinriku og Bárðar hefði getað orðið frábært efni. Enda voru aðalpersónurnar vel teiknaðar upp í fyrstu þáttaröðinni og Ásgeir og Hinrika þróuð skemmtilega áfram – en aðalpersónan Andri stendur dálítið í stað, ef undan er skilið forvitnilegt bjarnarblæti Hinriku, sem lýsir honum ýmist sem skógarbirni í tilvistarkreppu eða birni á vegg. Kvenpersónurnar voru raunar margar ansi litlausar í fyrri seríunni en það er eins og þessi eini kvenleikstjóri í teyminu hafi lagað það töluvert og það er jafnvel frekar að stöku karlpersónur séu undirskrifaðar í þetta skiptið.

Stærsti vandi þáttanna er samt hvernig það er eins og þáttagerðarfólki finnist það þurfa að taka á pólitískum hitamálum, án þess þó að fara almennilega inn í þau. Hvað þetta varðar má hreinlega segja að Stella Blómkvist hafi gert þetta miklu betur og fléttað miklu meira sannfærandi pólitískt plott. En þó er kannski einn pólitískur þráður falinn í Ófærð sem gengur ágætlega upp. Þetta er nefnilega fyrirtaks dæmisaga um af hverju við þurfum að stytta vinnuvikuna. Hjónaband Hinriku er að leysast upp af því hún er alltaf í vinnunni (og þjóðfélagið á erfitt með barnlausa heimavinnandi húsfeður) og hjónaband Andra er löngu molnað af sömu ástæðum og nú virðist hann vera að missa dóttur sína út af allri eftirvinnunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár