Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vinátta, gleði og samstaða

Fyr­ir þrjá­tíu ár­um ákvað for­eldra­fé­lag Foss­vogs­skóla að bjóða leik­fimi fyr­ir for­eldra í leik­fim­isal skól­ans tvisvar í viku. Mömm­urn­ar tóku hug­mynd­inni fagn­andi. Nú eru ung­arn­ir löngu flogn­ir úr hreiðr­inu, mömm­urn­ar orðn­ar ömm­ur og sum­ar lang­ömm­ur. En eitt hef­ur ekki breyst – þær eru enn­þá Leik­fim­isyst­ur.

Vinátta, gleði og samstaða
Fjölhæfar Leikfimisystur hika ekki við að takast á við nýjar áskoranir þegar kemur að líkamsræktinni. Þær ástunda hefðbundna frúarþjálfun með teygjum og styrktaræfingum en brjóta svo æfingarnar upp með afró, zumba og jóga. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan tók foreldrafélag Fossvogsskóla upp á þeirri nýbreytni að bjóða foreldrum að mæta í leikfimihús skólans og æfa þar leikfimi saman tvisvar í viku. Hugmyndinni var vel tekið meðal foreldranna, þó fyrst og fremst mæðranna, sem tóku hugmyndinni leikfimi í næsta nágrenni fegins hendi, enda oft erfitt að koma æfingunum á líkamsræktarstöð inn í dagskrána. Heilu vinkvennahóparnir tóku sig til og skráðu sig til leiks og kennarar við skólann voru liðtækir líka. Á tímabili mættu nokkrir pabbar en þeir hafa þó ekki látið sjá sig svo áratugum skiptir.

Nú eru þessar mömmur orðnar ömmur og jafnvel sumar hverjar langömmur. Börnin eru fyrir langa löngu hætt í skólanum og flogin úr hreiðrinu, en þær halda áfram að mæta í íþróttahúsið. Enn í dag er þéttur hópur kvenna sem mætir þangað samviskusamlega  alla þriðjudaga og fimmtudaga. Eins og gefur að skilja hefur talsverð endurnýjun orðið í hópnum og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
5
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár