Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vinátta, gleði og samstaða

Fyr­ir þrjá­tíu ár­um ákvað for­eldra­fé­lag Foss­vogs­skóla að bjóða leik­fimi fyr­ir for­eldra í leik­fim­isal skól­ans tvisvar í viku. Mömm­urn­ar tóku hug­mynd­inni fagn­andi. Nú eru ung­arn­ir löngu flogn­ir úr hreiðr­inu, mömm­urn­ar orðn­ar ömm­ur og sum­ar lang­ömm­ur. En eitt hef­ur ekki breyst – þær eru enn­þá Leik­fim­isyst­ur.

Vinátta, gleði og samstaða
Fjölhæfar Leikfimisystur hika ekki við að takast á við nýjar áskoranir þegar kemur að líkamsræktinni. Þær ástunda hefðbundna frúarþjálfun með teygjum og styrktaræfingum en brjóta svo æfingarnar upp með afró, zumba og jóga. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan tók foreldrafélag Fossvogsskóla upp á þeirri nýbreytni að bjóða foreldrum að mæta í leikfimihús skólans og æfa þar leikfimi saman tvisvar í viku. Hugmyndinni var vel tekið meðal foreldranna, þó fyrst og fremst mæðranna, sem tóku hugmyndinni leikfimi í næsta nágrenni fegins hendi, enda oft erfitt að koma æfingunum á líkamsræktarstöð inn í dagskrána. Heilu vinkvennahóparnir tóku sig til og skráðu sig til leiks og kennarar við skólann voru liðtækir líka. Á tímabili mættu nokkrir pabbar en þeir hafa þó ekki látið sjá sig svo áratugum skiptir.

Nú eru þessar mömmur orðnar ömmur og jafnvel sumar hverjar langömmur. Börnin eru fyrir langa löngu hætt í skólanum og flogin úr hreiðrinu, en þær halda áfram að mæta í íþróttahúsið. Enn í dag er þéttur hópur kvenna sem mætir þangað samviskusamlega  alla þriðjudaga og fimmtudaga. Eins og gefur að skilja hefur talsverð endurnýjun orðið í hópnum og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár