„Hann er núna orðinn forseti fyrir lífstíð. Hann er lífstíðarforseti og hann er frábær!“ Svona lýsti Donald Trump stöðunni í Kína eftir hádegisverðarfund með Xi Jinping, sem var í fyrra skrifaður inn í stjórnarskrá sem einræðisherra til dauðadags.
Stuðningur við framþróun lýðræðis í heiminum hefur lengi verið meintur hornsteinn bandarískrar utanríkisstefnu, eða allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar, þó að vissulega hafi það oft verið meira í orði en á borði. Truman forseti markaði stefnu sem er kennd við hann og hafði það markmið að vinna gegn útbreiðslu kommúnisma með því að styðja sjálfstæðishreyfingar og það sem hann kallaði frjálsar þjóðir.
Truman-stefnan markaði í raun endalok nýlendutímans og var lykillinn að gerð Atlantshafssáttmálans sem hóf NATO varnarsamstarfið og er í dag forsenda margs annars alþjóðastarfs. Lýðræðislegir stjórnarhættir eru til dæmis forsenda inngöngu í ESB og margvíslegt annað samstarf á alþjóðavettvangi hefur lýðræðisleg viðmið, sem viðurlög eru við að brjóta.
Auðvitað var …
Athugasemdir