Einstaklingar sem fæðast á Íslandi og hafa ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni kunna að sæta mismunun og tilraunum til að laga líkama þeirra að viðteknum „normum“, ýmist með skurðaðgerðum eða hormónameðferð. Þetta leiðir rannsókn mannréttindasamtakanna Amnesty International í ljós en hún byggist meðal annars á samtölum við intersex einstaklinga fædda hér á landi. Ein þeirra sem skýrsluhöfundar ræddu við er Bríet Finnsdóttir sem fæddist á Egilsstöðum fyrir rúmlega 22 árum.
Bríet er náskyld einni þekktustu intersex-baráttumanneskju landsins, Kitty Anderson, formanni Intersex Ísland, sem þær stofnuðu í sameiningu. Þær eru systradætur. Þegar Bríet fæddist kom í ljós að hún var með ódæmigerð kyneinkenni, alveg eins og frænka hennar sem fæddist nokkrum árum fyrr. Mamma hennar ákvað strax þá að taka mið af reynslu systur sinnar og Kittyar. Dóttir hennar, Bríet, skyldi ekki þurfa að burðast um með leyndarmál, enda þótti henni engin ástæða til. „Kitty frænka mín hafði átt í miklum erfiðleikum með …
Athugasemdir