Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heilsu intersex fólks stofnað í hættu á Íslandi

Hindr­an­ir á að­gengi að heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi stofna lík­am­legri og and­legri heilsu fólks með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kyn­ein­kenni í hættu. Þetta er nið­ur­staða Am­nesty In­ternati­onal.

Heilsu intersex fólks stofnað í hættu á Íslandi
Mannréttindi intersex barna brotin Litið er á intersex börn og fullorðna sem vandamál sem þurfi að laga, eftir því sem fram kemur í skýrslu Amnesty International.

Hindranir sem fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, meðal annars intersex fólk, verður fyrir varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu hér á landi stofna líkamlegri og andlegri heilsu þess í hættu. Þetta er ein helsta niðurstaða nýrrar skýrslu Amnesty International.

Í skýrslunni kemur fram að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. Áætlað er að um 68 börn með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni fæðist á hverju ári á Íslandi.

Þrátt fyrir að jöfnuður milli kynjanna sé samkvæmt mælingum hvergi meiri en hér á landi þá bregðast íslensk stjórnvöld því hlutverki sínu að koma á mannréttindamiðuðu verklagi innan heilbrigðisþjónustunnar og tryggja einstaklingum með ódæmigerð kyneinkenni þeirrar þjónustu sem þeir þurfa á að halda, segir einnig í skýrslunni.

Intersex börn þurfa á vernd að halda

Bent er á að í frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði, sem leggja á fyrir Alþingi á næstunni, sé vöntun á mikilvægri vernd fyrir intersex börn, einkum þegar kemur að því að koma í veg fyrir ónauðsynlegar, óafturkræfar og inngripsmiklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni. „Litið er á intersex börn og fullorðna sem vandamál sem þurfi að laga og sú staðreynd að þau skortir heilbrigðisþjónustu sem tekur mið af mannréttindum þeirra, getur valdið líkamlegri og andlegri þjáningu, lífið á enda,“ segir Laura Carter rannsakandi innan deildar sem sinnir málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðalstöðvum Amnesty International.

„Litið er á intersex börn og fullorðna sem vandamál sem þurfi að laga“

Amnesty International skorar á íslensk yfirvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni bæði í lögum og framkvæmd. Fyrirliggjandi frumvarp um kynrænt sjálfræði veitir tækifæri til þess að takast á við þessa áskorun en eins og drögin líta út í dag er tækifærið ekki nýtt til þess að koma í veg fyrir ónauðsynleg læknisfræðileg inngrip sem miða að því að laga líkama barna að stöðluðum kynjahugmyndum með skurðaðgerðum, ófrjósemisaðgerðum og öðrum meðferðum á intersex börnum án upplýsts samþykkis þeirra, án þess að fela í sér hegningarákvæði.

Amnesty International skorar einnig á íslensk yfirvöld að koma á sérhæfðri og þverfaglegri nálgun á meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og móta og innleiða skýrt mannréttindamiðað verklag til að tryggja að börn og fullorðnir með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni njóti mannréttindaverndar sem tryggir friðhelgi líkama þeirra, sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétt. Yfirvöld skulu tryggja að ekkert barn með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni sæti skaðlegum, óafturkræfum og ónauðsynlegum inngripum í líkama þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár