Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heilsu intersex fólks stofnað í hættu á Íslandi

Hindr­an­ir á að­gengi að heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi stofna lík­am­legri og and­legri heilsu fólks með ódæmi­gerð líf­fræði­leg kyn­ein­kenni í hættu. Þetta er nið­ur­staða Am­nesty In­ternati­onal.

Heilsu intersex fólks stofnað í hættu á Íslandi
Mannréttindi intersex barna brotin Litið er á intersex börn og fullorðna sem vandamál sem þurfi að laga, eftir því sem fram kemur í skýrslu Amnesty International.

Hindranir sem fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, meðal annars intersex fólk, verður fyrir varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu hér á landi stofna líkamlegri og andlegri heilsu þess í hættu. Þetta er ein helsta niðurstaða nýrrar skýrslu Amnesty International.

Í skýrslunni kemur fram að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. Áætlað er að um 68 börn með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni fæðist á hverju ári á Íslandi.

Þrátt fyrir að jöfnuður milli kynjanna sé samkvæmt mælingum hvergi meiri en hér á landi þá bregðast íslensk stjórnvöld því hlutverki sínu að koma á mannréttindamiðuðu verklagi innan heilbrigðisþjónustunnar og tryggja einstaklingum með ódæmigerð kyneinkenni þeirrar þjónustu sem þeir þurfa á að halda, segir einnig í skýrslunni.

Intersex börn þurfa á vernd að halda

Bent er á að í frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði, sem leggja á fyrir Alþingi á næstunni, sé vöntun á mikilvægri vernd fyrir intersex börn, einkum þegar kemur að því að koma í veg fyrir ónauðsynlegar, óafturkræfar og inngripsmiklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni. „Litið er á intersex börn og fullorðna sem vandamál sem þurfi að laga og sú staðreynd að þau skortir heilbrigðisþjónustu sem tekur mið af mannréttindum þeirra, getur valdið líkamlegri og andlegri þjáningu, lífið á enda,“ segir Laura Carter rannsakandi innan deildar sem sinnir málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðalstöðvum Amnesty International.

„Litið er á intersex börn og fullorðna sem vandamál sem þurfi að laga“

Amnesty International skorar á íslensk yfirvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni bæði í lögum og framkvæmd. Fyrirliggjandi frumvarp um kynrænt sjálfræði veitir tækifæri til þess að takast á við þessa áskorun en eins og drögin líta út í dag er tækifærið ekki nýtt til þess að koma í veg fyrir ónauðsynleg læknisfræðileg inngrip sem miða að því að laga líkama barna að stöðluðum kynjahugmyndum með skurðaðgerðum, ófrjósemisaðgerðum og öðrum meðferðum á intersex börnum án upplýsts samþykkis þeirra, án þess að fela í sér hegningarákvæði.

Amnesty International skorar einnig á íslensk yfirvöld að koma á sérhæfðri og þverfaglegri nálgun á meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og móta og innleiða skýrt mannréttindamiðað verklag til að tryggja að börn og fullorðnir með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni njóti mannréttindaverndar sem tryggir friðhelgi líkama þeirra, sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétt. Yfirvöld skulu tryggja að ekkert barn með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni sæti skaðlegum, óafturkræfum og ónauðsynlegum inngripum í líkama þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár