Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

Hef­ur sagt upp eft­ir 32 ára starf og hverf­ur til starfa í al­manna­tengsl­um.

Óðinn Jónsson hættir á RÚV
Hættir á RÚV eftir 32 ár Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi fréttastjóri á RÚV, hefur sagt upp störfum hjá fjölmiðlinum.

Óðinn Jónsson, einn umsjónarmanna Morgunvaktarinnar á Rás 1 og fyrrverandi fréttastjóri RÚV hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu eftir ríflega 32 ára starf. Þetta staðfestir Óðinn við Stundina.

Hann segist munu hætta í blaðamennsku og fjölmiðlum og hefja störf sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Aton með hækkandi sól. Um ástæður þess að Óðinn hefur sagt upp vill hann ekki tjá sig frekar.

Óðinn hóf störf við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu árið 1982 og varð fastráðinn fréttamaður árið 1987. Hann vann sem fréttamaður Ríkisútvarpsins á Norðurlöndunum á árunum 1994 til 1996 en kom heim árið 1996 og tók við starfi þingfréttamanns útvarps. Því starfi gengdi hann til ársins 2002.

Árið 2005 varð hann fréttastjóri fréttastofu útvarps og fréttastjóri RÚV frá sameiningu fréttastofa útvarps og sjónvarps árið 2008 og til 2014. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem fréttamaður og síðar dagskrárgerðarmaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár