Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

Hef­ur sagt upp eft­ir 32 ára starf og hverf­ur til starfa í al­manna­tengsl­um.

Óðinn Jónsson hættir á RÚV
Hættir á RÚV eftir 32 ár Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi fréttastjóri á RÚV, hefur sagt upp störfum hjá fjölmiðlinum.

Óðinn Jónsson, einn umsjónarmanna Morgunvaktarinnar á Rás 1 og fyrrverandi fréttastjóri RÚV hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu eftir ríflega 32 ára starf. Þetta staðfestir Óðinn við Stundina.

Hann segist munu hætta í blaðamennsku og fjölmiðlum og hefja störf sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Aton með hækkandi sól. Um ástæður þess að Óðinn hefur sagt upp vill hann ekki tjá sig frekar.

Óðinn hóf störf við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu árið 1982 og varð fastráðinn fréttamaður árið 1987. Hann vann sem fréttamaður Ríkisútvarpsins á Norðurlöndunum á árunum 1994 til 1996 en kom heim árið 1996 og tók við starfi þingfréttamanns útvarps. Því starfi gengdi hann til ársins 2002.

Árið 2005 varð hann fréttastjóri fréttastofu útvarps og fréttastjóri RÚV frá sameiningu fréttastofa útvarps og sjónvarps árið 2008 og til 2014. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem fréttamaður og síðar dagskrárgerðarmaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár