Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sem að minnsta kosti 23 konur hafa sakað um kynferðislega áreitni, hefur gripið til varna undanfarna viku með viðtölum í Silfrinu á RÚV, í fréttum Stöðvar 2 og með greinaskrifum í Fréttablaðið og Morgunblaðið. Þá hefur Bryndís Schram, eiginkona hans, einnig skrifað málsvörn í Fréttablaðið. Nokkuð hefur verið um rangfærslur í máli Jóns Baldvins, auk þess sem fjölda spurninga er enn ósvarað af hans hálfu. Segist hann vera með bók í vinnslu sem ber titilinn „Vörn fyrir æru – hvernig fámennur hópur öfgafemínista hefur sagt réttarríkinu stríð á hendur“.
Jón Baldvin segir að markmið fréttaflutningsins, sem Stundin hóf með birtingu frásagna fjögurra kvenna 11. janúar og tveggja annarra kvenna 13. og 14. janúar, hafi „að þessu sinni verið að koma í veg fyrir útgáfu bókar í …
Athugasemdir