Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hátekjufólk er ánægðast með tekjuskattskerfið

Stig­hækk­andi tekju­skatt­ur nýt­ur af­ger­andi stuðn­ings með­al al­menn­ings á Ís­landi sam­kvæmt könn­un sem Maskína fram­kvæmdi fyr­ir Stund­ina. 73 pró­sent svar­enda eru óánægð með ís­lenska tekju­skatt­s­kerf­ið og mest­ur stuðn­ing­ur við flat­ara skatt­kerfi er með­al há­tekju­fólks og kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Hátekjufólk er ánægðast með tekjuskattskerfið
Tekjuhærri beri þyngri byrðar Niðurstöður könnunar Maskínu benda til þess að mikill meirihluti landsmanna sé hlynntur stighækkandi tekjuskattskerfi. Mynd: Getty images

Aðeins um 12 prósent landsmanna eru ánægð með tekjuskattskerfið á Íslandi en 47 prósent eru óánægð. Óánægjan er afgerandi hjá lágtekju- og millitekjufólki en miklu minni hjá hátekjufólki. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Maskína vann fyrir Stundina í janúar. 

Könnunin sýnir einnig um 73 prósenta stuðning meðal almennings við stighækkandi tekjuskatt þar sem háar tekjur eru skattlagðar af meiri þunga en lágar tekjur. Meirihluti kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins er hlynntur slíku kerfi.

Svarendur Maskínu eru 1.410 talsins og koma úr Þjóðgátt fyrirtækisins sem er panelhópur fólks sem er dreginn handahófskennt úr þjóðskrá. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. 

Langmest ánægja með núverandi tekjuskattskerfi er hjá hátekjufólki, þeim svarendum sem eru með meira en 1,2 milljóna tekjur á mánuði, en minnst ánægja er meðal þeirra sem lifa á tekjum undir 400 þúsund krónum. 22,2 prósent þeirra sem tilheyra hátekjuhópnum segjast almennt ánægð með tekjuskattSkerfið en aðeins 7,4 prósent þeirra sem tilheyra lágtekjuhópnum. 59,3 prósent lágtekjufólksins eru beinlínis óánægð með kerfið en helmingi færri úr hópi hátekjumanna eru óánægðir, eða 28 prósent. 

Alls vilja 72,8 prósent svarenda að hæstu tekjur beri hærra tekjuskattshlutfall en aðrar tekjur en aðeins 22,3 prósent eru mótfallin því. Stuðningur við flata kerfið er mestur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins (47,3 prósent), Miðflokksins (35,2 prósent) og Viðreisnar (31,7 prósent). Við samanburð á afstöðu tekjuhópa kemur í ljós að stuðningur við stighækkandi tekjuskatt er minnstur meðal fólksins sem er með hæstu tekjurnar en þó hátt í 60 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár