Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útlit fyrir að Bergþór gegni varaformennsku í nefndinni

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokksns, gæti tek­ið við for­mennsku í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd. „Mið­flokk­ur­inn styð­ur Jón Gunn­ars­son og það virð­ist vera gagn­kvæm virð­ing á milli þeirra,“ seg­ir þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Útlit fyrir að Bergþór gegni varaformennsku í nefndinni
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Mynd: Miðflokkurinn

Stjórnarandstaðan gæti misst einn af þremur formönnum sínum í fastanefndum Alþingis en þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hafa nú til skoðunar að skipta Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, út sem formanni umhverfis- og samgöngunefndar fyrir Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrsta varaformann nefndarinnar.

Bylgjan greindi frá þessu í hádeginu og hafði eftir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanni Vinstri grænna, að farið gæti svo að Ari Trausti Guðmundsson yrði fyrsti varaformaður nefndarinnar og Bergþór annar varaformaður. 

Bergþór settist aftur á þing í lok janúar eftir að hafa tekið sér leyfi í kjölfar þess að Stundin og DV birtu upptökur af svívirðingum sem hann lét frá sér í drykkjusamsæti með fleiri þingmönnum. Meðal þess sem Bergþór heyrðist segja var að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, væri „húrrandi klikkuð kunta“, að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum væri „miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum“, að Albertína Elíastdóttir, þingkona Samfylkingarinnar hefði reynt að nauðga sér, að hann vildi „ríða“ Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og hún væri „skrokkur sem typpið á mér dugði í“ auk annarra ógeðfelldra ummæla um konur og kollega sína.

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tjáir sig um nýjustu vendingar á Facebook og segir að stjórnarandstaðan hafi lagt til að Miðflokkurinn myndi einfaldlega velja annan úr sínum hópi sem formann umhverfis- og samgöngunefndar. 

„Forysta Miðflokksins virðist hins vegar ekki treysta þeim Þorsteini Sæmundssyni, Birgi Þórarinssyni og Sigurði Páli til verksins. Til að leysa þetta leggja stjórnarflokkarnir til þrjá karla í stjórn nefndarinnar, þar af áfram þann sem enginn þarna treystir til að stýra fundi,“ skrifar hún. Hér ber að taka fram að nefndinni er nú þegar stýrt af þremur körlum, þessum sömu með annarri uppröðun. 

„Af hverju leggja þau til Jón Gunnarsson? Jú af því að Miðflokkurinn styður Jón Gunnarsson og það virðist vera gagnkvæm virðing á milli þeirra. Þessi ákvörðun um að veita Miðflokki dagskrárvaldið hér þykir mér afskaplega áhugaverð. Meirihlutinn ræður, þess vegna er það ríkisstjórnarflokkanna að taka ákvörðun í málinu og þetta er þeirra tillaga að lausn skv. þingflokksformanni VG.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu