Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óskammfeilinn ráðabruggari Trumps

Roger Stone, einn al­ræmd­asti ráð­gjafi Don­alds Trump, var hand­tek­inn á dög­un­um. Sum­ir telja að mál hans gæti orð­ið lyk­ill­inn að því að fella Trump-stjórn­ina en ef marka má orð hans og gjörð­ir er lík­legt að Stone berj­ist til síð­asta blóð­dropa.

Bandarískum stjórnmálum er í dag oft líkt við farsa og ein skrautlegasta fígúran á því sviði er án vafa Roger Stone. Hann hefur verið viðriðinn kosningabaráttu repúblikana áratugum saman og aldrei skammast sín fyrir að nota öll brögðin í bókinni og brjóta eins margar reglur og hann kemst upp með. Stone hefur fyrir vikið skelfilegt orðspor sem undirförull svikahrappur en hefur náð ótrúlegum árangri með aðferðum sínum og var meðal annars einn fyrsti og helsti hvatamaður þess að Donald Trump reyndi fyrir sér í forsetaframboði.

Það má segja að Roger Stone hafi verið á undan sínum samtíma en hann var tækifærissinni frá fyrstu tíð. Hann fæddist árið 1952 og var aðeins átta ára gamall þegar hann tók þátt í sinni fyrstu kosningabaráttu sem ungur og ákafur stuðningsmaður forsetaframboðs John F. Kennedy. Stone minnist þess oft í viðtölum að það hafi verið strax þá sem hann gerði sér grein fyrir því …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár