Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja Báru hafa brugðið sér í dulargervi og ítreka kröfuna um að hún verði sektuð

Þing­menn Mið­flokks­ins fara fram á að Per­sónu­vernd afli mynd­efn­is sem sýni manna­ferð­ir fyr­ir ut­an Klaust­ur og láti sér í té. Þá telja þeir mik­il­vægt að Per­sónu­vernd sekti Báru Hall­dórs­dótt­ur.

Segja Báru hafa brugðið sér í dulargervi og ítreka kröfuna um að hún verði sektuð

Reimar Pétursson, lögmaður þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn, hefur sent Persónuvernd bréf þar sem ítrekuð er sú krafa að Bára Halldórsdóttir verði sektuð. Þá er farið fram á að Persónuvernd afli myndefnis sem sýni mannaferðir fyrir utan Klaustur þetta kvöld og láti þingmönnunum í té. Fram kemur að þeir hafi þegar óskað eftir aðgangi að myndefninu án árangurs.

„Umbjóðendur mínir telja sig þurfa að fá aðgang að þessu myndefni, ekki bara vegna dómsmáls sem þeir íhuga að höfða, heldur einnig og ekki síður vegna meðferðar máls þessa hjá Persónuvernd,“ segir í bréfi Reimars sem Stundin hefur undir höndum. Umbjóðendur hans eru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason. Sá síðastnefndi er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

„Álagning stjórnvaldssekta er liður í virkri réttarvernd fyrir ólögmætum inngripum í friðhelgi einkalífs. Má því ætla að Persónuvernd sé skylt að leggja þær á nema álagning þeirra teldist „ótvírætt brot“ á rétti til tjáningarfrelsis skv. stjórnarskrá,“ segir í bréfinu. 

Sem fyrr er því haldið fram að frásögn Báru sé afar ótrúverðug og brýnt sé að rannsaka „hversu einbeitt hún gekk til aðgerða sinna og, eftir atvikum, hvort um samverknað hafi verið að ræða“. Fram kemur að það hve lengi Bára sat á Klaustri gefi tilkynna að „ásetningur til aðgerðanna hafi ekki aðeins verið styrkur, heldur hafi verið tekinn frá tími til þeirra á kostnað annarra hluta“. Þannig gefi tímalengd aðgerða til kynna að „einhver skipulagning hafi verið að baki þeim“. 

Reimar Péturssonlögmaður Miðflokksmanna.

Í bréfi Reimars er einnig lögð áhersla á að Bára hafi brugðið sér dulargervi. „Til að forðast athygli umbjóðenda minna virðist gagnaðili hafa tekið sér gervi erlends ferðamanns. Hún hafi gert sér far um að haga sér sem slíkur. Þannig hefur gagnaðila sagst hafa haft „bæklinga um innanlandsferðir og vinsæla ferðamannastaði“ meðferðis þegar hún mætti á Klaustur. Hún „þóttist“ lesa þá til að viðhalda leynd um aðgerðir sínar.“ Fram kemur að þetta gefi til kynna að „gagnaðili hafi verið búinn að ákveða gervi sitt áður en hún kom á staðinn.“ 

Bára og verjendurnirRagnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir af Rétti lögmannsstofu ásamt Báru Halldórsdóttur.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár