Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja Báru hafa brugðið sér í dulargervi og ítreka kröfuna um að hún verði sektuð

Þing­menn Mið­flokks­ins fara fram á að Per­sónu­vernd afli mynd­efn­is sem sýni manna­ferð­ir fyr­ir ut­an Klaust­ur og láti sér í té. Þá telja þeir mik­il­vægt að Per­sónu­vernd sekti Báru Hall­dórs­dótt­ur.

Segja Báru hafa brugðið sér í dulargervi og ítreka kröfuna um að hún verði sektuð

Reimar Pétursson, lögmaður þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn, hefur sent Persónuvernd bréf þar sem ítrekuð er sú krafa að Bára Halldórsdóttir verði sektuð. Þá er farið fram á að Persónuvernd afli myndefnis sem sýni mannaferðir fyrir utan Klaustur þetta kvöld og láti þingmönnunum í té. Fram kemur að þeir hafi þegar óskað eftir aðgangi að myndefninu án árangurs.

„Umbjóðendur mínir telja sig þurfa að fá aðgang að þessu myndefni, ekki bara vegna dómsmáls sem þeir íhuga að höfða, heldur einnig og ekki síður vegna meðferðar máls þessa hjá Persónuvernd,“ segir í bréfi Reimars sem Stundin hefur undir höndum. Umbjóðendur hans eru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason. Sá síðastnefndi er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

„Álagning stjórnvaldssekta er liður í virkri réttarvernd fyrir ólögmætum inngripum í friðhelgi einkalífs. Má því ætla að Persónuvernd sé skylt að leggja þær á nema álagning þeirra teldist „ótvírætt brot“ á rétti til tjáningarfrelsis skv. stjórnarskrá,“ segir í bréfinu. 

Sem fyrr er því haldið fram að frásögn Báru sé afar ótrúverðug og brýnt sé að rannsaka „hversu einbeitt hún gekk til aðgerða sinna og, eftir atvikum, hvort um samverknað hafi verið að ræða“. Fram kemur að það hve lengi Bára sat á Klaustri gefi tilkynna að „ásetningur til aðgerðanna hafi ekki aðeins verið styrkur, heldur hafi verið tekinn frá tími til þeirra á kostnað annarra hluta“. Þannig gefi tímalengd aðgerða til kynna að „einhver skipulagning hafi verið að baki þeim“. 

Reimar Péturssonlögmaður Miðflokksmanna.

Í bréfi Reimars er einnig lögð áhersla á að Bára hafi brugðið sér dulargervi. „Til að forðast athygli umbjóðenda minna virðist gagnaðili hafa tekið sér gervi erlends ferðamanns. Hún hafi gert sér far um að haga sér sem slíkur. Þannig hefur gagnaðila sagst hafa haft „bæklinga um innanlandsferðir og vinsæla ferðamannastaði“ meðferðis þegar hún mætti á Klaustur. Hún „þóttist“ lesa þá til að viðhalda leynd um aðgerðir sínar.“ Fram kemur að þetta gefi til kynna að „gagnaðili hafi verið búinn að ákveða gervi sitt áður en hún kom á staðinn.“ 

Bára og verjendurnirRagnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir af Rétti lögmannsstofu ásamt Báru Halldórsdóttur.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
6
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu