Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segja Báru hafa brugðið sér í dulargervi og ítreka kröfuna um að hún verði sektuð

Þing­menn Mið­flokks­ins fara fram á að Per­sónu­vernd afli mynd­efn­is sem sýni manna­ferð­ir fyr­ir ut­an Klaust­ur og láti sér í té. Þá telja þeir mik­il­vægt að Per­sónu­vernd sekti Báru Hall­dórs­dótt­ur.

Segja Báru hafa brugðið sér í dulargervi og ítreka kröfuna um að hún verði sektuð

Reimar Pétursson, lögmaður þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn, hefur sent Persónuvernd bréf þar sem ítrekuð er sú krafa að Bára Halldórsdóttir verði sektuð. Þá er farið fram á að Persónuvernd afli myndefnis sem sýni mannaferðir fyrir utan Klaustur þetta kvöld og láti þingmönnunum í té. Fram kemur að þeir hafi þegar óskað eftir aðgangi að myndefninu án árangurs.

„Umbjóðendur mínir telja sig þurfa að fá aðgang að þessu myndefni, ekki bara vegna dómsmáls sem þeir íhuga að höfða, heldur einnig og ekki síður vegna meðferðar máls þessa hjá Persónuvernd,“ segir í bréfi Reimars sem Stundin hefur undir höndum. Umbjóðendur hans eru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason. Sá síðastnefndi er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

„Álagning stjórnvaldssekta er liður í virkri réttarvernd fyrir ólögmætum inngripum í friðhelgi einkalífs. Má því ætla að Persónuvernd sé skylt að leggja þær á nema álagning þeirra teldist „ótvírætt brot“ á rétti til tjáningarfrelsis skv. stjórnarskrá,“ segir í bréfinu. 

Sem fyrr er því haldið fram að frásögn Báru sé afar ótrúverðug og brýnt sé að rannsaka „hversu einbeitt hún gekk til aðgerða sinna og, eftir atvikum, hvort um samverknað hafi verið að ræða“. Fram kemur að það hve lengi Bára sat á Klaustri gefi tilkynna að „ásetningur til aðgerðanna hafi ekki aðeins verið styrkur, heldur hafi verið tekinn frá tími til þeirra á kostnað annarra hluta“. Þannig gefi tímalengd aðgerða til kynna að „einhver skipulagning hafi verið að baki þeim“. 

Reimar Péturssonlögmaður Miðflokksmanna.

Í bréfi Reimars er einnig lögð áhersla á að Bára hafi brugðið sér dulargervi. „Til að forðast athygli umbjóðenda minna virðist gagnaðili hafa tekið sér gervi erlends ferðamanns. Hún hafi gert sér far um að haga sér sem slíkur. Þannig hefur gagnaðila sagst hafa haft „bæklinga um innanlandsferðir og vinsæla ferðamannastaði“ meðferðis þegar hún mætti á Klaustur. Hún „þóttist“ lesa þá til að viðhalda leynd um aðgerðir sínar.“ Fram kemur að þetta gefi til kynna að „gagnaðili hafi verið búinn að ákveða gervi sitt áður en hún kom á staðinn.“ 

Bára og verjendurnirRagnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir af Rétti lögmannsstofu ásamt Báru Halldórsdóttur.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár