Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heimila byggingu „aukaíbúða“ um alla borg

Reykja­vík­ur­borg hyggst breyta hverf­is­skipu­lagi í Ár­túns­holti, Ár­bæ og Sel­ási og leyfa auka­í­búð­ir í sér­býl­um. Sömu breyt­ing­ar verða gerð­ar um alla borg og byggð þannig þétt, seg­ir Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir borg­ar­full­trúi.

Heimila byggingu „aukaíbúða“ um alla borg

Fjölga má íbúðum um allt að 1.730 í Ártúnsholti, Árbæ og Selási, samkvæmt tillögu að nýju hverfisskipulagi sem borgaryfirvöld hafa auglýst. Veittar verða heimildir fyrir aukaíbúðum í sérbýli og byggð þannig þétt verulega.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir að þessar breytingar verði gerðar í öllum hverfum borgarinnar. „Við erum líka að gefa íbúunum færi á að hafa leiguíbúðir innan síns húsnæðis sem geta þá verið tekjuaukandi og aukið verðmæti eignarinnar,“ segir hún. „Það er til dæmis íbúðarhúsnæði í mörgum bílskúrum í dag, þótt slíkt sé ekki löglegt. Þetta snýst því líka um að stíga skrefið í átt að raunveruleikanum.“

Aukaíbúðir eru um 50 fermetrar og eru gerðar með því að skipta eldra rými eða breyta bílskúrum. Óheimilt er að selja þær frá aðalíbúð enda megi sameina þær aftur ef eigendur óska þess. Með breytingunum gefst eigendum tækifæri til að leigja rými út og afla tekna eða leyfa fjölskyldumeðlimum að búa í séríbúð.

Til stendur að skoða sambærilega þéttingu í öllum hverfum borgarinnar með sömu heimild. Nýtingarhlutfallið er þó mismunandi eftir hverfum. Bæta megi hæðum ofan á fjölbýlishús eða þétta byggð í kringum þau.

Í frétt Morgunblaðsins kemur einnig fram að Bjarg íbúðafélag hyggist byggja allt að 220 íbúðir við Hraunbæ og að 60 íbúðir fyrir aldraða rísi á sama svæði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár