Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heimila byggingu „aukaíbúða“ um alla borg

Reykja­vík­ur­borg hyggst breyta hverf­is­skipu­lagi í Ár­túns­holti, Ár­bæ og Sel­ási og leyfa auka­í­búð­ir í sér­býl­um. Sömu breyt­ing­ar verða gerð­ar um alla borg og byggð þannig þétt, seg­ir Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir borg­ar­full­trúi.

Heimila byggingu „aukaíbúða“ um alla borg

Fjölga má íbúðum um allt að 1.730 í Ártúnsholti, Árbæ og Selási, samkvæmt tillögu að nýju hverfisskipulagi sem borgaryfirvöld hafa auglýst. Veittar verða heimildir fyrir aukaíbúðum í sérbýli og byggð þannig þétt verulega.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir að þessar breytingar verði gerðar í öllum hverfum borgarinnar. „Við erum líka að gefa íbúunum færi á að hafa leiguíbúðir innan síns húsnæðis sem geta þá verið tekjuaukandi og aukið verðmæti eignarinnar,“ segir hún. „Það er til dæmis íbúðarhúsnæði í mörgum bílskúrum í dag, þótt slíkt sé ekki löglegt. Þetta snýst því líka um að stíga skrefið í átt að raunveruleikanum.“

Aukaíbúðir eru um 50 fermetrar og eru gerðar með því að skipta eldra rými eða breyta bílskúrum. Óheimilt er að selja þær frá aðalíbúð enda megi sameina þær aftur ef eigendur óska þess. Með breytingunum gefst eigendum tækifæri til að leigja rými út og afla tekna eða leyfa fjölskyldumeðlimum að búa í séríbúð.

Til stendur að skoða sambærilega þéttingu í öllum hverfum borgarinnar með sömu heimild. Nýtingarhlutfallið er þó mismunandi eftir hverfum. Bæta megi hæðum ofan á fjölbýlishús eða þétta byggð í kringum þau.

Í frétt Morgunblaðsins kemur einnig fram að Bjarg íbúðafélag hyggist byggja allt að 220 íbúðir við Hraunbæ og að 60 íbúðir fyrir aldraða rísi á sama svæði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár