Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þú ert ekki nóg

Er rétt­læt­an­legt að segja fólki sem er tak­mark­að — eins og við öll er­um — og hefði gott af því að leggja harð­ar að sér að það sé nóg? Þessu velt­ir Hauk­ur Ingi Jónas­son sál­grein­ir fyr­ir sér en hann sat um­deilt nám­skeið Öldu Kar­en­ar Hjaltalín í Hörpu á dög­un­um.

Þú ert ekki nóg
Ekkert nýtt Hauki Inga fannst viðburðurinn áhugaverður en honum finnst ekki síður athyglisvert hversu miklu fjaðrafoki hann olli, ekki síst vegna þess að ekkert nýtt hafi farið þar fram. Mynd: Heiða Helgadóttir

Námskeið Öldu Karenar Hjaltalín sem fram fór í Laugardalshöllinni á dögunum var tæplega „masterclass“ í því að takast á við lífið og eigin takmarkanir, eins og titill þess lofaði. Þetta segir Haukur Ingi Jónasson, sálgreinir  og lektor við MPM-nám Háskólans í Reykjavík, sem sat námskeiðið. „Þetta var skemmtilegt, svo langt sem það nær, en þetta var ekki alveg nóg,“ segir hann.

Óhætt er að segja að Alda Karen hafi verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu. Færri komust að en vildu á viðburðinn sem var auglýstur undir titlinum Life: Masterclass — Into Your Brain og slagorðinu: Þú ert nóg. Alda Karen fyllti salinn og fór létt með það, sem vakti eðlilega athygli fjölmiðla. Ummæli hennar í Íslandi í dag á Stöð 2, þar sem hún sagði frá því að hún kyssi peninga til að laða þá til sín og ræddi möntruna Þú ert nóg sem lausn gegn sjálfsvígum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár