Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita

Dav­id B. Tencer, prest­ur Kaþ­ólsku kirkj­unn­ar á Ís­landi, mót­mæl­ir þung­un­ar­rofs­frum­varpi Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra og seg­ir kirkj­una bera virð­ingu fyr­ir líf­inu „frá getn­aði til graf­ar“.

Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita
David B. Tencer Reykjavíkurbiskup Kaþólsku kirkjunnar. Mynd: Skjáskot af Youtube

Kaþólska kirkjan á Íslandi leggst eindregið gegn frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til nýrra heildarlaga um þungunarrof. „Við berum virðingu fyrir lífinu frá getnaði til grafar,“ skrifar David B. Tencer, Reykjavíkurbiskup Kaþólsku kirkjunnar, í umsögn sinni um frumvarpið.

Í frumvarpi ráðherra er lagt til, í samræmi við tillögur ljósmæðra og fæðingarlækna, að þungunarrof verði leyft fram að 22. viku meðgöngu. Markmið laganna er að tryggja konum sjálfsforræði og fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að þessum tíma, óháð því hvað liggur að baki ákvörðuninni. Eftir lok 22. viku þungunar verður samkvæmt frumvarpinu heimilt að framkvæma þungunarrof ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu við áframhaldandi þungun eða ef fóstur telst ekki lífvænlegt til frambúðar.

Guðmundur Örn Ragnarsson

Í umsögn sinni um frumvarp heilbrigðisráðherra varpar David B. Tencer Reykjavíurbiskup fram eftirfarandi spurningu: „Er ekki kominn tími tími til að stöðva þennan heimsfaraldur sem hefur á síðustu 20 árum eytt um það bil jafnmörgum á Íslandi og þeim sem búa á Akureyri og nærsveitum?“

Guðmundur Örn Ragnarsson, prestur og forstöðumaður Samfélags trúaðra, er sama sinnis. Raunar telur hann réttast að lagt verði fram „frumvarp til laga um algjört bann við drápum barna í móðurkviði“. 

Í umsögn Silju Báru Ómarsdóttur stjórnmálafræðings og Steinunnar Rögnvaldsdóttur kynjafræðings kveður við annan tón. Þær benda á að frumvarpið samræmist tillögum nefndar um endurskoðun á núverandi lögum og áliti kvennasviðs Landspítala.

„Árlega nýta um þúsund konur hérlendis sér þessa löglegu, öruggu og mikilvægu þjónustu. Meginbreytingin sem felst í frumvarpi þessu er að konur munu upplifa að þær sjálfar geti tekið ákvarðanir um framtíð sína, á eigin forsendum,“ skrifa þær. „Á tímum þar sem bakslag gegn kvenfrelsi og takmarkanir á frjósemisréttindum kvenna hafa gert vart við sig víða um heim, er það mikils virði að Ísland taki þetta löngu tímabæra skref í átt að kvenfrelsi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár