Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þess krafist að grein um gyðinga verði fjarlægð af Vísindavefnum

Ít­rek­að hef­ur ver­ið far­ið fram á að svar Gísla Gunn­ars­son­ar pró­fess­ors um gyð­inga­of­sókn­ir verði fjar­lægt af Vís­inda­vef Há­skóla Ís­lands. Kem­ur Gísla á óvart að rit­stjórn vefs­ins neiti ekki for­takslaust slík­um beiðn­um.

Þess krafist að grein um gyðinga verði fjarlægð af Vísindavefnum
Undrast erindið Gísli er undrandi á að ritstjórn Vísindavefsins hafi ekki fortakslaust neitað að fjarlægja grein hans um ofsóknir gagnvart gyðingum.

Ítrekað hefur verið farið fram á að grein Gísla Gunnarssonar, prófessors emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, um gyðingaofsóknir á Vísindavef Háskóla Íslands verði fjarlægð. Gísli greindi frá því í gærkvöld á Facebooksíðu sinni að honum hefði hinn sama dag borist fyrirspurn frá ritstjórn Vísindavefsins um skoðun hans á kröfu þess efnis. Það mun ekki vera í fyrsta skipti, að sögn Gísla.

Greinin, eða svarið, sem um ræðir ber heitið Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar? Var greinin skrifuð sem svar við umræddri spurningu og birt árið 2001. Í umræðum á síðu Gísla kemur fram að hann hafi áður fengið kvartanir yfir umræddri grein en aldrei hafi fylgt með rökstuðningur sem hafi dugað til þess að hún væri fjarlægð eða henni breytt. Með beiðninni nú hafi enginn rökstuðningur fylgt.

Sú sem krefst þess að greinin verði fjarlægð nú heiti Merill Kaplan, upplýsir Gísli, og er aðstoðarprófessor í germönskum og norrænum fræðum við Ohio University. Í bréfi hennar þar sem farið er fram á að greinin verði fjarlægð kemur fram að hún hafi áður farið fram á það. Gísli upplýsir jafnframt að hann hafi óskað raka fyrir kröfunni og bíði þeirra nú.

Miklar umræður hafa skapast um málið á síðu Gísla. Töluvert púður fer í karp um zíonisma og gyðingdóm almennt en einnig er rætt um akademískt frelsi og vinnubrögð. Þannig lýsir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, þeirri skoðun að aðalatriði málsin sé að Gísli skuli hafa frelsi til að láta í ljósi rökstudda skoðun sína og það frelsi megi Háskóli Íslands ekki af honum taka. Gísli segist þessu sammála. „Sammála. Enda kom erindi ritstjórnar mér mjög á óvart, fyrri tilraunum var svarað strax með formlegri neitun en ég látinn vita,“ skrifar Gísli.

Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum eru það hefðbundin vinnubrögð þegar kvartað er yfir greinum sem þar er að finna, eða við þær gerðar athugasemdir, að hafa samband við greinarhöfunda og láta þeim eftir að taka ákvarðanir um viðbrögð, þó í samstarfi við ritstjórn vefsins. Þau vinnubrögð hafi verið viðhöfð í þessu tilviki.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár