Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir borgarstjóra sýna kvenfyrirlitningu

Páll Magnús­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir mál­flutn­ing Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra í garð Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lít­ilmann­leg­an.

Segir borgarstjóra sýna kvenfyrirlitningu
Gagnrýnir borgarstjóra Páll segir málflutning borgarstjóra vera lítilmótlegan.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Dag B. Eggertsson um kvenfyrirlitningu í garð Hildar Björnsdóttur í færslu á Facebook. Ástæðan er yfirlýsingar Dags í fjölmiðlum um þá kröfu Hildar að hann víki sæti í þriggja manna nefnd sem fara á yfir skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna braggamálsins.

Dagur lýsti því í viðtali við Ríkisútvarpið að hann teldi að krafa Hildar um að hann víki úr nefndinni væri tilkomin vegna þess að það hefði mælst illa fyrir innan ákveðins hluta baklands Sjálfstæðisflokksins að Hildur sjálf tæki þátt í vinnu nefndarinnar. Umrædd harðlínuöfl vilji ekkert samstarf milli meirihluta og minnihluta í borgarstjórn og noti þetta tilefni til að þyrla upp moldviðri og gera það að pólitísku upphlaupsmáli.

Páll segir að orð Dags beri með sér, ef ekki hreina kvenfyrirlitningu þá í það minnsta lítilsvirðingu af hálfu borgarstjóra og spyr hvort slíkt sé boðlegt. Hildur hafi fært fullkomlega málefnaleg rök fyrir því að af hverju borgarstjóri ætti ekki að vera þátttakandi í vinnu umræddrar nefndar, þar sem felldir séu áfellisdómar um hann sjálfan í skýrslu innri endurskoðunar. „Að borgarstjórinn skuli brigsla Hildi um að lúta einhverjum huldumönnum úti í bæ er lítilmótlegur málflutningur af hans hálfu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár