Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir borgarstjóra sýna kvenfyrirlitningu

Páll Magnús­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir mál­flutn­ing Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra í garð Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lít­ilmann­leg­an.

Segir borgarstjóra sýna kvenfyrirlitningu
Gagnrýnir borgarstjóra Páll segir málflutning borgarstjóra vera lítilmótlegan.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Dag B. Eggertsson um kvenfyrirlitningu í garð Hildar Björnsdóttur í færslu á Facebook. Ástæðan er yfirlýsingar Dags í fjölmiðlum um þá kröfu Hildar að hann víki sæti í þriggja manna nefnd sem fara á yfir skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna braggamálsins.

Dagur lýsti því í viðtali við Ríkisútvarpið að hann teldi að krafa Hildar um að hann víki úr nefndinni væri tilkomin vegna þess að það hefði mælst illa fyrir innan ákveðins hluta baklands Sjálfstæðisflokksins að Hildur sjálf tæki þátt í vinnu nefndarinnar. Umrædd harðlínuöfl vilji ekkert samstarf milli meirihluta og minnihluta í borgarstjórn og noti þetta tilefni til að þyrla upp moldviðri og gera það að pólitísku upphlaupsmáli.

Páll segir að orð Dags beri með sér, ef ekki hreina kvenfyrirlitningu þá í það minnsta lítilsvirðingu af hálfu borgarstjóra og spyr hvort slíkt sé boðlegt. Hildur hafi fært fullkomlega málefnaleg rök fyrir því að af hverju borgarstjóri ætti ekki að vera þátttakandi í vinnu umræddrar nefndar, þar sem felldir séu áfellisdómar um hann sjálfan í skýrslu innri endurskoðunar. „Að borgarstjórinn skuli brigsla Hildi um að lúta einhverjum huldumönnum úti í bæ er lítilmótlegur málflutningur af hans hálfu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár