Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fullyrðing Loga um að Svandís verji auknu fé til heilbrigðisstofnana „án lagaheimildar“ er ekki rétt

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar gagn­rýna heil­brigð­is­ráð­herra fyr­ir verklag sem á sér skýra stoð í lög­um um op­in­ber fjár­mál.

Fullyrðing Loga um að Svandís verji auknu fé til heilbrigðisstofnana „án lagaheimildar“ er ekki rétt
„Augljóslega óeðlilegt og jafnvel siðlaust,“ segir Logi Einarsson um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að auka fjárveitingar til heilbrigðisstofnana um 560 milljónir með millifærslum milli málaflokka og nýtingu varasjóða á grundvelli laga um opinber fjármál.

Fullyrðing Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi varið auknu fé til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni „án lagaheimildar“ stenst ekki skoðun. 

560 milljóna króna viðbótarfjárveiting heilbrigðisráðherra til heilbrigðisstofnana fyrir rekstrarárið 2018 rúmast innan fjárheimilda samkvæmt fjárlögum og byggir á millifærslum á grundvelli heimilda í lögum um opinber fjármál, lögum sem þingmenn allra flokka samþykktu í desember 2015 og skilgreina hlutverk og svigrúm ráðherra til ráðstöfunar opinbers fjár. 

Fjallað er um forsendur aukafjárveitingarinnar og lagagrundvöll hennar í tilkynningu á vef velferðarráðuneytisins og bent á að fjárveitingin felst í millifærslum af safnlið og varasjóði almennrar sjúkrahúsþjónustu og safnlið og varasjóði heilsugæslu. 

Velferðarráðuneytið tilkynnti um viðbótarfjárveitinguna þann 27. desember. Fram kom á vef þess að auknum framlögum væri fyrst og fremst ætlað að mæta halla á rekstri stofnananna „sem að einhverju leyti stafar af veikleika í rekstri en má einnig rekja til ófyrirséðra útgjalda, t.d. vegna mönnunarvanda og veikinda starfsfólks sem kallar á meiri yfirvinnu og þar með aukinn kostnað“.

Spyr hver haldi á fjárveitingarvaldinu

Oddný Harðardóttirþingflokksformaður Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, fagnaði viðbótarfjárveitingunni á Facebook en gagnrýndi um leið vinnubrögð ráðherra og stjórnarliða:

„Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu fyrir rekstrarárið 2018." Þetta má lesa á vef stjórnarráðsins í færslu sem dagsett er í dag. Sannarlega veitir heilbrigðisstofnunum ekki af þessum fjárveitingum en spurningunni þarf að svara um hver heldur raunverulega á fjárveitingavaldinu í landinu. Er það Alþingi eins og stjórnarskráin segir til um eða er það hver ráðherra fyrir sig? Stjórnarmeirihlutinn felldi tillögur Samfylkingarinnar um aukin framlög til heilbrigðisstofnana úti á landi bæði við afgreiðslu fjárlaga og fjáraukalaga. Þau felldu líka tillögu annarra flokka í stjórnarandstöðu um sama efni. En nú hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að grípa hálfan milljarð upp úr grjótinu rétt fyrir árslok til að bregðast við vanda ársins í ár en felldi með stæl tillögur okkar í Samfylkingunni um slíkt hið sama. Í þessu ljósi er svolítið hlægilegt að stjórnarsáttmálinn fjalli sérstaklega um eflingu þingsins. Ég er hrædd um að þarna verði fjárlaganefnd að krefjast skýringa og segja okkur um leið hver fari með fjárveitingarvaldið. Er það þingið eða einstaka ráðherrar?“

„Óeðlilegt og jafnvel siðlaust“

Logi Einarssonformaður Samfylkingarinnar

Logi Einarsson tók undir með Oddnýju og gekk lengra í gagnrýni á Svandísi Svavarsdóttur sem hann sakaði um „heimildarlausar fjárveitingar“ á Facebook:

„[S]tjórnarmeirihlutinn, þ.á.m. heilbrigðisráðherra, felldi tillögu Samfylkingarinnar um aukin framlög til heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni, fyrst í annarri umræðu síðan í þeirri þriðju.

Nú ætlar heilbrigðisráðherra að slá sig til riddara og auka nauðsynlegt fjármagn, án lagaheimildar og fara framhjá þinginu.

Stjórnarmeirihlutinn felldi reyndar ALLAR tillögur stjórnarandstöðunnar en það verður fróðlegt að fylgjast með hvort ríkisstjórnin mun halda áfram heimildalausum fjárveitingum til að geta eignað sér heiðurinn af góðum tillögum minnihlutans.“

Logi viðurkennir í umræðu við Svavar Gestsson, föður heilbrigðisráðherra, undir færslu sinni að það geti „vel verið að þetta [fyrirkomulag viðbótarfjárveitingarinnar] sé heimilt“ en segir vinnubrögðin hallærisleg. „Mögulega löglegt Svavar, ef þú hefur geð til að stunda einhverja bókhaldsleikfimi en augljóslega óeðlilegt og jafnvel siðlaust.“

Katrín: Svona á kerfið að virka

Málið kom til tals í Kryddsíldinni á gamlársdag:

Katrín Jakobsdóttirforsætisráðherra

Logi Einarsson: „Gleymum því ekki að þremur vikum eftir að Bjarni, Katrín og Sigurður greiddu atkvæði gegn tillögu Samfylkingarinnar um framlög til heilbrigðisstofnana úti á landsbyggðinni, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar, þá kemur heilbrigðisráðherra og dregur upp úr hatti 549 milljónir og leggur á borðið. Þetta eru skrítin vinnubrögð og skrítin á þeim tíma sem ríkisstjórnin talar um samvinnu þingsins, stjórnar og stjórnarandstöðu.“

Katrín Jakobsdóttir: „Fyrst verð ég nú að segja, af því Logi er hér að reyna að gera það tortryggilegt að heilbrigðisráðherra nýti þær ónýttu heimildir sem hún á innan fjárlaga árið 2018.“

Logi Einarsson: „Af hverju samþykkti hún ekki okkar tillögur?“

Katrín Jakobsdóttir: „Af því hún átti þessar ónýttu heimildir og það er nákvæmlega þannig sem kerfið á að virka.“

Logi Einarsson: „Af hverju samþykkti hún ekki okkar tillögur? Hefði það ekki verið betra?“

Katrín Jakobsdóttir: „Nei, það hefði ekkert verið betra og mér finnst alveg furðulegt að Samfylkingin geti ekki glaðst yfir því að hér sé verið að bæta í heilbrigðiskerfið.“ 

Ráðherrum ber að bregðast við frávikum

Lög um opinber fjármál voru samþykkt með stuðningi allra flokka, þ.m.t. þingmanna Samfylkingarinnar, á Alþingi í desember 2015. Lögin veita ráðherrum nokkuð svigrúm til ráðstöfunar fjármuna og deilt hefur verið um hvort þau feli jafnvel í sér óeðlilegt framsal fjárveitingarvalds frá Alþingi til framkvæmdavaldsins þvert á ákvæði stjórnarskrár.  

Í lögunum er skilgreindur varasjóður fyrir hvern málaflokk og skal fjárveiting í varasjóð nema að hámarki 2% af fjárheimildum til málaflokksins. Ráðherrar hafa reglubundið eftirlit með fjárhag ríkisaðila í A-hluta sem tilheyra stjórnarmálefnasviðum þeirra og ber þeim að greina og bregðast við áhættu og veikleikum í rekstri.

Í 34. gr. laga um opinber fjármál segir orðrétt: „Ef hætta er á að útgjöld verði umfram fjárveitingar skal hann [ráðherra] leita leiða til að lækka gjöld innan ársins, millifæra fjárveitingar innan málaflokka eða nýta varasjóði þannig að útgjöld verði ekki umfram fjárveitingar.“

Rekstrarframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru fjármögnuð af þremur málaflokkum sem skilgreindir eru í fylgiriti fjárlaga, þ.e. 1) Almenn sjúkrahúsþjónusta sem - liður 23.20, 2) Heilsugæsla sem er liður 24.10 og 3) Hjúkrunar- og dvalarrými – liður 25.10.

Sú 560 milljóna króna viðbótarfjárveiting til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem greint var frá milli jóla og nýárs felst í millifærslum milli málaflokka og nýtingu varasjóða á grundvelli gildandi laga og reglna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.
Borgar helmingi meira fyrir matvörur hér en í Japan
6
FréttirUm hvað er kosið?

Borg­ar helm­ingi meira fyr­ir mat­vör­ur hér en í Jap­an

Stefán Þór Þor­geirs­son, leik­ari og hlað­varps­stjórn­andi, og eig­in­kona hans, Sher­ine Otomo Bou­hafs inn­an­húss­hönn­uð­ur fluttu ný­ver­ið með árs­göml­um syni sín­um til lands­ins eft­ir að hafa bú­ið í tvö ár í Jap­an. Stefán seg­ir að verð mat­ar­körf­unn­ar hafi breyst mik­ið frá því hann flutti út ár­ið 2022, sér­stak­lega verð á ávöxt­um og græn­meti. Mat­arkarf­an sé helm­ingi ódýr­ari í Jap­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár