Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fullyrðing Loga um að Svandís verji auknu fé til heilbrigðisstofnana „án lagaheimildar“ er ekki rétt

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar gagn­rýna heil­brigð­is­ráð­herra fyr­ir verklag sem á sér skýra stoð í lög­um um op­in­ber fjár­mál.

Fullyrðing Loga um að Svandís verji auknu fé til heilbrigðisstofnana „án lagaheimildar“ er ekki rétt
„Augljóslega óeðlilegt og jafnvel siðlaust,“ segir Logi Einarsson um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að auka fjárveitingar til heilbrigðisstofnana um 560 milljónir með millifærslum milli málaflokka og nýtingu varasjóða á grundvelli laga um opinber fjármál.

Fullyrðing Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi varið auknu fé til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni „án lagaheimildar“ stenst ekki skoðun. 

560 milljóna króna viðbótarfjárveiting heilbrigðisráðherra til heilbrigðisstofnana fyrir rekstrarárið 2018 rúmast innan fjárheimilda samkvæmt fjárlögum og byggir á millifærslum á grundvelli heimilda í lögum um opinber fjármál, lögum sem þingmenn allra flokka samþykktu í desember 2015 og skilgreina hlutverk og svigrúm ráðherra til ráðstöfunar opinbers fjár. 

Fjallað er um forsendur aukafjárveitingarinnar og lagagrundvöll hennar í tilkynningu á vef velferðarráðuneytisins og bent á að fjárveitingin felst í millifærslum af safnlið og varasjóði almennrar sjúkrahúsþjónustu og safnlið og varasjóði heilsugæslu. 

Velferðarráðuneytið tilkynnti um viðbótarfjárveitinguna þann 27. desember. Fram kom á vef þess að auknum framlögum væri fyrst og fremst ætlað að mæta halla á rekstri stofnananna „sem að einhverju leyti stafar af veikleika í rekstri en má einnig rekja til ófyrirséðra útgjalda, t.d. vegna mönnunarvanda og veikinda starfsfólks sem kallar á meiri yfirvinnu og þar með aukinn kostnað“.

Spyr hver haldi á fjárveitingarvaldinu

Oddný Harðardóttirþingflokksformaður Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, fagnaði viðbótarfjárveitingunni á Facebook en gagnrýndi um leið vinnubrögð ráðherra og stjórnarliða:

„Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu fyrir rekstrarárið 2018." Þetta má lesa á vef stjórnarráðsins í færslu sem dagsett er í dag. Sannarlega veitir heilbrigðisstofnunum ekki af þessum fjárveitingum en spurningunni þarf að svara um hver heldur raunverulega á fjárveitingavaldinu í landinu. Er það Alþingi eins og stjórnarskráin segir til um eða er það hver ráðherra fyrir sig? Stjórnarmeirihlutinn felldi tillögur Samfylkingarinnar um aukin framlög til heilbrigðisstofnana úti á landi bæði við afgreiðslu fjárlaga og fjáraukalaga. Þau felldu líka tillögu annarra flokka í stjórnarandstöðu um sama efni. En nú hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að grípa hálfan milljarð upp úr grjótinu rétt fyrir árslok til að bregðast við vanda ársins í ár en felldi með stæl tillögur okkar í Samfylkingunni um slíkt hið sama. Í þessu ljósi er svolítið hlægilegt að stjórnarsáttmálinn fjalli sérstaklega um eflingu þingsins. Ég er hrædd um að þarna verði fjárlaganefnd að krefjast skýringa og segja okkur um leið hver fari með fjárveitingarvaldið. Er það þingið eða einstaka ráðherrar?“

„Óeðlilegt og jafnvel siðlaust“

Logi Einarssonformaður Samfylkingarinnar

Logi Einarsson tók undir með Oddnýju og gekk lengra í gagnrýni á Svandísi Svavarsdóttur sem hann sakaði um „heimildarlausar fjárveitingar“ á Facebook:

„[S]tjórnarmeirihlutinn, þ.á.m. heilbrigðisráðherra, felldi tillögu Samfylkingarinnar um aukin framlög til heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni, fyrst í annarri umræðu síðan í þeirri þriðju.

Nú ætlar heilbrigðisráðherra að slá sig til riddara og auka nauðsynlegt fjármagn, án lagaheimildar og fara framhjá þinginu.

Stjórnarmeirihlutinn felldi reyndar ALLAR tillögur stjórnarandstöðunnar en það verður fróðlegt að fylgjast með hvort ríkisstjórnin mun halda áfram heimildalausum fjárveitingum til að geta eignað sér heiðurinn af góðum tillögum minnihlutans.“

Logi viðurkennir í umræðu við Svavar Gestsson, föður heilbrigðisráðherra, undir færslu sinni að það geti „vel verið að þetta [fyrirkomulag viðbótarfjárveitingarinnar] sé heimilt“ en segir vinnubrögðin hallærisleg. „Mögulega löglegt Svavar, ef þú hefur geð til að stunda einhverja bókhaldsleikfimi en augljóslega óeðlilegt og jafnvel siðlaust.“

Katrín: Svona á kerfið að virka

Málið kom til tals í Kryddsíldinni á gamlársdag:

Katrín Jakobsdóttirforsætisráðherra

Logi Einarsson: „Gleymum því ekki að þremur vikum eftir að Bjarni, Katrín og Sigurður greiddu atkvæði gegn tillögu Samfylkingarinnar um framlög til heilbrigðisstofnana úti á landsbyggðinni, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar, þá kemur heilbrigðisráðherra og dregur upp úr hatti 549 milljónir og leggur á borðið. Þetta eru skrítin vinnubrögð og skrítin á þeim tíma sem ríkisstjórnin talar um samvinnu þingsins, stjórnar og stjórnarandstöðu.“

Katrín Jakobsdóttir: „Fyrst verð ég nú að segja, af því Logi er hér að reyna að gera það tortryggilegt að heilbrigðisráðherra nýti þær ónýttu heimildir sem hún á innan fjárlaga árið 2018.“

Logi Einarsson: „Af hverju samþykkti hún ekki okkar tillögur?“

Katrín Jakobsdóttir: „Af því hún átti þessar ónýttu heimildir og það er nákvæmlega þannig sem kerfið á að virka.“

Logi Einarsson: „Af hverju samþykkti hún ekki okkar tillögur? Hefði það ekki verið betra?“

Katrín Jakobsdóttir: „Nei, það hefði ekkert verið betra og mér finnst alveg furðulegt að Samfylkingin geti ekki glaðst yfir því að hér sé verið að bæta í heilbrigðiskerfið.“ 

Ráðherrum ber að bregðast við frávikum

Lög um opinber fjármál voru samþykkt með stuðningi allra flokka, þ.m.t. þingmanna Samfylkingarinnar, á Alþingi í desember 2015. Lögin veita ráðherrum nokkuð svigrúm til ráðstöfunar fjármuna og deilt hefur verið um hvort þau feli jafnvel í sér óeðlilegt framsal fjárveitingarvalds frá Alþingi til framkvæmdavaldsins þvert á ákvæði stjórnarskrár.  

Í lögunum er skilgreindur varasjóður fyrir hvern málaflokk og skal fjárveiting í varasjóð nema að hámarki 2% af fjárheimildum til málaflokksins. Ráðherrar hafa reglubundið eftirlit með fjárhag ríkisaðila í A-hluta sem tilheyra stjórnarmálefnasviðum þeirra og ber þeim að greina og bregðast við áhættu og veikleikum í rekstri.

Í 34. gr. laga um opinber fjármál segir orðrétt: „Ef hætta er á að útgjöld verði umfram fjárveitingar skal hann [ráðherra] leita leiða til að lækka gjöld innan ársins, millifæra fjárveitingar innan málaflokka eða nýta varasjóði þannig að útgjöld verði ekki umfram fjárveitingar.“

Rekstrarframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru fjármögnuð af þremur málaflokkum sem skilgreindir eru í fylgiriti fjárlaga, þ.e. 1) Almenn sjúkrahúsþjónusta sem - liður 23.20, 2) Heilsugæsla sem er liður 24.10 og 3) Hjúkrunar- og dvalarrými – liður 25.10.

Sú 560 milljóna króna viðbótarfjárveiting til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem greint var frá milli jóla og nýárs felst í millifærslum milli málaflokka og nýtingu varasjóða á grundvelli gildandi laga og reglna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár