Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Jafnvel ömmum getur skjátlast“

Stutt­mynd­in Frú Regína var frum­sýnd í gær sæk­ir inn­blást­ur í sam­skipti Jök­uls­sona og ömmu þeirra.

„Jafnvel ömmum getur skjátlast“
Hér má sjá Hrafn Jökulsson ásamt Gunnari Hrafni Kristjánssyni sem fer með hlutverk hans í stuttmyndinni og Garpi Elísabetarsyni, höfundi og leikstjóra myndarinnar. Mynd: Hrafn Jökulsson / Facebook

Stuttmyndin Frú Regína eftir Garp Elísabetarson, sem fjallar um bræður sem eru kallaðir á fund ömmu sinnar og hvattir til að koma kærasta systur þeirra fyrir kattarnef, byggir á sannsögulegum atburðum að sögn Hrafns Jökulssonar. 

Hrafn fjallaði um málið á Facebook í gær og sagði myndina sækja efnivið í samskipti sem þeir bræðurnir, Illugi og Hrafn, áttu við ömmu sína í gamla daga. Systir þeirra, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, hafði tekið saman við Inga Bæringsson og ömmunni leist ekki á blikuna.

„Vitaskuld var henni ekki alvara“

Illugi Jökulsson lýsti viðhorfi ömmu sinnar til Inga í minningargrein um hana árið 2001:

Einu sinni var henni þó nóg boðið; þegar einn alræmdur skúrkur virtist þess albúinn að leggja snörur sínar fyrir viðkvæma stúlku og engar fortölur dugðu til að sýna barninu fram á hversu gersamlega ómögulegt þetta mannsefni væri.

Þá birtist járnið úr frú Valgerði og orðið að stáli þegar amma bauðst til að drepa manninn.

"Ég er nú orðin gömul kona," sagði hún með þjósti en samt dálítið ringluð.

"Mig munar ekkert um að eyða síðustu árunum á Litla-Hrauni!" Vitaskuld var henni ekki alvara. Þó vissi maður aldrei alveg um frú Elísabetu og ekki gott að segja hvað gerst hefði ef maðurinn hefði þegar til kom ekki reynst alveg svo slæmur að eina ráðið væri að drepa hann.

„Skúrkurinn“ fór í meðferð og hjálpaði ungmennum

Aðspurður um málið bendir Hrafn á að stuttmyndin sé auðvitað sjálfstætt listaverk. Söguþráðurinn sæki þó stoðir í raunverulegar umræður sem áttu sér stað á sínum tíma.

„Fyrst og fremst þótti mér þetta bráðskemmtileg mynd. Það er alltaf ávísun á snilld þegar Kristbjörg Kjeld stígur á svið, og þarna hefur með sér frábæran leikhóp. Piltarnir sem fóru með hlutverk okkar Illuga skiluðu því með miklum sóma eins og aðrir. Þetta var skemmtilegt tímaferðalag fyrir mig, sérstaklega í ljósi þess hvað allt fór vel að lokum,“ segir Hrafn í samtali við Stundina. 

Garpur, sem leikstýrði og ritaði handritið að stuttmyndinni, er sonur Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur og Inga Bæringssonar.

„Myndin hans Garps og hans góða fólks sýnir okkur að minnsta kosti tvennt. Að jafnvel ömmum getur skjátlast. Og svo hitt, að allir verðskulda annað tækifæri,“ segir Hrafn. „Því seinna fór hann Ingi Bæringsson, barnsfaðir Ellu Stínu, í meðferð og hefur síðan í áratugi ekki aðeins fetað sína beinu braut heldur einnig unnið við að hjálpa ungmennum í vanda.“

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að hún birtist fyrst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár