Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Jafnvel ömmum getur skjátlast“

Stutt­mynd­in Frú Regína var frum­sýnd í gær sæk­ir inn­blást­ur í sam­skipti Jök­uls­sona og ömmu þeirra.

„Jafnvel ömmum getur skjátlast“
Hér má sjá Hrafn Jökulsson ásamt Gunnari Hrafni Kristjánssyni sem fer með hlutverk hans í stuttmyndinni og Garpi Elísabetarsyni, höfundi og leikstjóra myndarinnar. Mynd: Hrafn Jökulsson / Facebook

Stuttmyndin Frú Regína eftir Garp Elísabetarson, sem fjallar um bræður sem eru kallaðir á fund ömmu sinnar og hvattir til að koma kærasta systur þeirra fyrir kattarnef, byggir á sannsögulegum atburðum að sögn Hrafns Jökulssonar. 

Hrafn fjallaði um málið á Facebook í gær og sagði myndina sækja efnivið í samskipti sem þeir bræðurnir, Illugi og Hrafn, áttu við ömmu sína í gamla daga. Systir þeirra, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, hafði tekið saman við Inga Bæringsson og ömmunni leist ekki á blikuna.

„Vitaskuld var henni ekki alvara“

Illugi Jökulsson lýsti viðhorfi ömmu sinnar til Inga í minningargrein um hana árið 2001:

Einu sinni var henni þó nóg boðið; þegar einn alræmdur skúrkur virtist þess albúinn að leggja snörur sínar fyrir viðkvæma stúlku og engar fortölur dugðu til að sýna barninu fram á hversu gersamlega ómögulegt þetta mannsefni væri.

Þá birtist járnið úr frú Valgerði og orðið að stáli þegar amma bauðst til að drepa manninn.

"Ég er nú orðin gömul kona," sagði hún með þjósti en samt dálítið ringluð.

"Mig munar ekkert um að eyða síðustu árunum á Litla-Hrauni!" Vitaskuld var henni ekki alvara. Þó vissi maður aldrei alveg um frú Elísabetu og ekki gott að segja hvað gerst hefði ef maðurinn hefði þegar til kom ekki reynst alveg svo slæmur að eina ráðið væri að drepa hann.

„Skúrkurinn“ fór í meðferð og hjálpaði ungmennum

Aðspurður um málið bendir Hrafn á að stuttmyndin sé auðvitað sjálfstætt listaverk. Söguþráðurinn sæki þó stoðir í raunverulegar umræður sem áttu sér stað á sínum tíma.

„Fyrst og fremst þótti mér þetta bráðskemmtileg mynd. Það er alltaf ávísun á snilld þegar Kristbjörg Kjeld stígur á svið, og þarna hefur með sér frábæran leikhóp. Piltarnir sem fóru með hlutverk okkar Illuga skiluðu því með miklum sóma eins og aðrir. Þetta var skemmtilegt tímaferðalag fyrir mig, sérstaklega í ljósi þess hvað allt fór vel að lokum,“ segir Hrafn í samtali við Stundina. 

Garpur, sem leikstýrði og ritaði handritið að stuttmyndinni, er sonur Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur og Inga Bæringssonar.

„Myndin hans Garps og hans góða fólks sýnir okkur að minnsta kosti tvennt. Að jafnvel ömmum getur skjátlast. Og svo hitt, að allir verðskulda annað tækifæri,“ segir Hrafn. „Því seinna fór hann Ingi Bæringsson, barnsfaðir Ellu Stínu, í meðferð og hefur síðan í áratugi ekki aðeins fetað sína beinu braut heldur einnig unnið við að hjálpa ungmennum í vanda.“

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að hún birtist fyrst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár