Efra-Breiðholtið er í aðalhlutverki ljósmyndabókarinnar 111 eftir Spessa, sem kom út í vor á vegum JPV útgáfu. Bókin vakti talsverða athygli og seldist fyrsta upplag hennar fljótt upp. Hún var endurprentuð nú fyrir jólin og verður án efa í jólapökkum þeirra fjölmörgu sem dýrka Breiðholtið – og örugglega hinna líka, sem hræðast það pínulítið en eru þó forvitnir um þetta goðsagnakennda úthverfi.

Um það leyti sem önnur prentun var sett í gang hófst söfnun á Karolina Fund, til að fjármagna framleiðslu og útgáfu á vínyl-plötu með fjórum lögum bresku pönkrokksveitarinnar The Clash, útsettum fyrir brassband. Öllum útgáfunum fylgja myndverk eftir Spessa. Hannaðar voru þrjár mismunandi týpur af umslögum í 111 eintökum hvert. Takmarki hópfjármögnunarinnar á Karolina Fund, upp á 5000 evrur, hefur …
Athugasemdir