Hekla Guðmundsdóttir hefur vakið eftirtekt á samfélagsmiðlum fyrir ástríðu sína fyrir hinum ýmsu góðgerðarverkefnum sem hún hefur komið að. Hún vissi aldrei almennilega hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Það var aldrei neitt praktískt nám sem heillaði hana beint. Hún gerði heiðarlega tilraun er hún hóf nám í viðskiptafræði, sem var bara ekki alveg að virka fyrir hana. „Þetta praktíska nám átti ekki við mig og ég var óviss framan af hvert skyldi stefna. En strax á bernskuárum komu þó vissir þættir mér skýrt fyrir sjónir sem voru að ég fann hjá mér ríka þörf til þess að vera til staðar og aðstoða þá sem væru á viðkvæmum stað í lífinu eða gangandi í gegnum erfið tímabil. Því er kannski ekki furða að ég hafi snemma fundið hjartamál mín beinast að góðgerðarmálum.“
Áhrif afa

Athugasemdir