Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Með þrjár háskólagráður og í fullu starfi en samt í fjárhagslegum nauðum

Móð­ir í fullu starfi, sem er með þrjár há­skóla­gráð­ur, er að bug­ast á ís­lensk­um leigu­mark­aði sem hún seg­ir að sé að murka úr henni líf­ið. Guð­rún Ág­ústa Ág­ústs­dótt­ir, miss­ir leigu­íbúð sína á vor­mán­uð­um og íhug­ar að flytj­ast í ósam­þykkt iðn­að­ar­hús­næði eða úr landi. Hún furð­ar sig á að­gerð­ar­leysi stjórn­valda.

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, einstæð móðir sem starfar sem ráðgjafi hjá SÁÁ, segir íslenskan leigumarkað vera að murka úr sér lífið hægt og rólega. Hún og fimmtán ára sonur hennar þurfa enn og aftur að flytja sig um set eftir að leigusamningi þeirra var nýlega sagt upp. Guðrún Ágústa, sem er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt og með þrjár háskólagráður, hefur verið á leigumarkaði síðustu tólf árin en hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú. Hún teljist heppin ef hún finni þriggja herbergja íbúð fyrir 250 þúsund krónur á mánuði. Slíkt dæmi gangi hins vegar engan veginn upp þar sem hún sé ekki með nema um 300 þúsund krónur í mánaðarlaun eftir skatt. Guðrún hefur velt því fyrir sér hvort hún þurfi mögulega að finna sér íbúð í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði en það sé eitthvað sem hún vilji helst ekki gera syni sínum.

Mæðginin hafa búið í þriggja herbergja íbúð í Kópavogi síðastliðin tvö ár og telur Guðrún sig heppna að hafa einungis verið að greiða 180 þúsund krónur í leigu. Hún geti hins vegar ekki hugsað þá hugsun til enda hvað gerist þurfi hún að reiða fram tugþúsundum meira í leigu á mánuði. Henni var því allri lokið þegar henni barst tilkynning frá leigusala sínum þann 4. desember síðastliðinn um að hann hygðist setja íbúðina sína á sölu og þyrfti því að segja upp leigusamningnum. Guðrún brást við með því að skrifa stöðufærslu á Facebook sem fengið hefur mikla dreifingu, en þar lýsti hún meðal annars yfir furðu á aðgerðarleysi stjórnvalda í húsnæðismálum og spurði hvers vegna fólk í hennar stöðu fengi ekki lán til íbúðarkaupa þegar ljóst væri að það hefði staðið undir himinhárri leigu til þessa.

Stundin ræddi við Guðrúnu Ágústu á heimili þeirra mæðgina í Kópavogi en hún segist hafa stigið fram vegna þess að hún hafi engu að tapa lengur. Henni virðist sem menntun og/eða vinnusemi hafi ekkert að segja á Íslandi dagsins í dag. Fólk eins og hún sé einfaldlega dæmt til eilífrar fátæktar og þess vonleysis sem henni fylgir. Hún íhugar að flytja til Noregs þar sem hún fengi mun hærri tekjur fyrir sambærileg störf auk þess sem leigumarkaðurinn þar í landi lýtur manneskjulegri lögmálum. Henni finnst hins vegar sárt að neyðast ef til vill til þess að flýja eigið heimaland með þessum hætti og hefur áhyggjur af því að það yrði til þess að hún myndi fjarlægjast son sinn sem vill ekki flytja úr landi.

„Hann er það eina sem ég á“

„Mig langar bara að geta séð fyrir mínu barni og mig langar bara að eiga heimili en þetta þjóðfélag er bara að drepa mann,“ segir Guðrún Ágústa, sem bendir á að það versta sem hún geti hugsað sér í lífinu sé að þeim mæðginum verði tvístrað. Það geti þó vel farið svo sjái hún sér ekki annað fært en að flytja úr landi, þar sem drengurinn myndi helst vilja búa áfram á Íslandi. „Það er auðvitað allt í lagi að hann búi hjá pabba sínum og ég er ekkert að setja út á það,“ segir Guðrún sem tekur fram að það sé hins vegar þyngra en tárum taki að finna sig í þeirri stöðu að neyðast mögulega til þess að flytjast búferlum út fyrir landsteinana vegna þeirrar vonlausu stöðu sem uppi er á íslenskum leigumarkaði, og fjarlægjast um leið son sinn. „Ég meina, hann er það eina sem ég á.“

„Þetta þjóðfélag er bara að drepa mann“ 

Stanslaust óöryggi Guðrún Águsta og fimmtán ára sonur hennar hafa verið á leigumarkaði síðastliðin tólf ár og flutt á milli bæjarfélaga og hverfa.

Líkt og kom fram hér á undan er Guðrún með um 300 þúsund krónur í útborguð mánaðarlaun, þegar skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þá fær hún um 30 þúsund krónur í húsaleigubætur og annað eins í meðlag. Þar af fara nú 180 þúsund krónur í leigu og hafa þau mæðgin því úr um það bil 180 þúsund krónum að moða í hverjum mánuði. Þetta hefur gengið hingað til, þó að það hafi á stundum verið erfitt, en Guðrún sýpur hveljur yfir þeirri tilhugsun að þurfa ef til vill að reiða fram 250 þúsund krónur á mánuði fyrir næstu leiguíbúð. Þetta myndi þýða að þau þyrftu að lifa á um 100 þúsund krónum á mánuði, sem dugar skammt í rekstri heils heimilis og öllu sem því fylgir.

„Það þarf engan nóbelsverðlaunahafa í stærðfræði til þess að reikna þetta, þú sérð bara að dæmið gengur ekki upp. Það er alveg sama hvað þú reynir, bæta við þig menntun, flytja hér, flytja þar, milli sveitarfélaga, skipta um vinnu, nefndu það, vinna meira, taka aukavaktir, það dugir ekki til.“

Ekki saman um jól

Guðrún hefur velt því fyrir sér hvort hún eigi ef til vill að minnka við sig, leigja tveggja herbergja íbúð þar sem hún getur sofið í stofunni. Þá sé annar kostur að leita eftir ódýrara húsnæði í iðnaðarhverfum borgarinnar. „Maður veit að margir eru að hírast í einhverju atvinnuhúsnæði einhvers staðar eða eitthvað svona,“ segir Guðrún sem telur þetta þó ekki vænlegan kost. Sonur hennar eigi ekki að þurfa að upplifa sig jaðarsettan í íslensku samfélagi. Hann eigi rétt á því að búa í venjulegu hverfi þar sem hann umgengst aðra krakka og fái sömu tækifæri og jafnaldrar hans. „Þetta snýst um svo miklu meira en bara leiguhúsnæði. Þetta snýst náttúrlega bara um það hvernig líf ég vil skapa honum.“

Guðrún sér því miður ekki marga leiki í stöðunni. Hún hefur íhugað að bæta við sig menntun eða jafnvel fengið skringilegar hugdettur um að láta til sín taka í einhvers konar neðanjarðarstarfsemi sem blómstri sem aldrei fyrr á Íslandi í dag, eitthvað sem hún vill að sjálfsögðu ekki einu sinni hugsa sér. „Ég er einhvern veginn bara algjörlega búin að fyllast vonleysi núna.“ Hún telur líklegustu niðurstöðuna að hún þurfi að flytjast úr landi en það myndi mögulega tvístra þeim mæðginum. Það fær augljóslega mikið á hana að ræða þennan möguleika og tárin spretta fram áður en hún heldur áfram: „Það er náttúrlega bara eitthvað sem ég vil ekki sko, en ef hann vill ekki fara úr landi og ég get ekki skaffað honum húsnæði, hvað á ég þá að gera?“ spyr Guðrún sem bætir við að staðan sé hreinlega ömurleg sama hvernig á þetta sé litið.

 „Og mögulega þurfa leiðir okkar að skilja af því að maður getur ekki komið þaki yfir höfuðið“

Hún bendir á að þau mæðgin hafi til dæmis ekki getað átt jól saman síðustu fjögur árin þar sem hún hafi alltaf verið að vinna. Drengurinn hafi átt fín jól hjá pabba sínum þar sem ekki hefur væst um hann, en henni þykir leitt að þurfa að missa með þessum hætti af samverustundum með drengnum vegna fátæktar. „Þetta er bara ömurleg staða, að allar ráðstöfunartekjur þurfi að fara í það að eiga þak yfir höfuðið,“ segir Guðrún sem leggur áherslu á að hún sé að missa af eina barninu sínu, „og mögulega þurfa leiðir okkar að skilja af því að maður getur ekki komið þaki yfir höfuðið.“

Stanslaust óöryggi

Sem fyrr segir hafa mæðginin verið á stopulum leigumarkaði síðastliðin tólf ár, eða alveg síðan leiðir Guðrúnar og barnsföður hennar skildu árið 2006. „Við erum búin að búa í þessari leiguíbúð í tvö og hálft ár og þar á undan vorum við hérna úti á Kársnesi í Kópavoginum og þar á undan vorum við inni í Reykjanesbæ og þar á undan úti í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að vera svona svolítið flakk á okkur,“ segir Guðrún sem hefur lengi viljað festa kaup á íbúð en er með of lágar tekjur til þess að standast greiðslumat hjá bönkunum.

Hún hefur reynt hvað hún getur að skapa syni sínum það öryggi sem hún hefur getað hverju sinni. Þannig bendir hún til dæmis á að hann hafi sem betur fer bara þurft að vera í þremur grunnskólum um ævina en hann mun ná að klára tíunda bekkinn í núverandi skóla. Hún hikar aðeins áður en hún tekur fram að hún hafi sjálf alist upp við það að búa á sama æskuheimilinu til átján ára aldurs og var þannig alltaf í einum og sama grunnskólanum. „En ég get ekki skapað honum þetta öryggi. Hann er búinn að þurfa að skipta þrisvar um skóla, flytja hérna á milli hverfa, á milli sveitarfélaga og kynnast krökkum hér og krökkum þar,“ segir Guðrún sem bendir á að þetta hafi þau áhrif að hann eigi orðið erfiðara með að kynnast nýjum krökkum, enda sé næsti flutningur alltaf handan við hornið.

„En ég get ekki skapað honum þetta öryggi.“ 

Hún segir að óöryggið sem fylgi því að vera á leigumarkaði hafi markað son hennar. „Ég finn það alveg að auðvitað hefur þetta áhrif á strákinn líka. Og hann hefur spurt mig nokkrum sinnum; getum við ekki bara keypt íbúð? Getum við ekki bara verið einhvers staðar föst? Og þá er ég svona að reyna að útskýra fyrir honum að það sé bara ekki þannig hjá öllum. Það er svolítið erfitt að útskýra þetta fyrir börnum og krökkum,“segir Guðrún sem hefur alltaf reynt að hlífa drengnum við sínum áhyggjum. „Þannig að ég hef svona reynt að slá á létta strengi með þetta.“

Hafði trú á menntun

Á meðan Guðrún Ágústa og barnsfaðir hennar voru í sambandi var hún mestmegnis heimavinnandi að sjá um litla drenginn þeirra auk þess sem hún tók að sér hlutastörf meðfram því. Þegar hún stóð svo frammi fyrir þeim veruleika að verða einstæð móðir með þriggja ára gamalt barn á framfæri varð henni ljóst að hún ætti ekki séns á að kaupa sér fasteign þar sem hún kæmist aldrei í gegnum greiðslumat hjá bönkunum. Hún átti því engan kost annan en að fara á leigumarkaðinn þar sem þau mæðgin hafa verið æ síðan. Guðrún áttaði sig fljótlega á því að hún gæti ekki unnið tíu til tólf tíma vinnudaga samhliða því að ala upp lítið barn og ákvað því að ganga menntaveginn í þeirri von að það myndi að endingu borga sig fyrir þau mæðgin.

„Ég gat ekki hugsað mér að hann væri bara að ganga sjálfala þannig að úr varð að ég fór í nám,“ segir Guðrún sem kláraði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum og lauk auk þess diplómagráðu á meistarastigi í fjölskyldumeðferð. Sem fyrr segir starfar hún nú við sitt fag sem ráðgjafi hjá SÁÁ, en henni finnst sem menntun hennar sé ekki metin að verðleikum. Það skjóti skökku við að manneskja í fullu starfi í því fagi sem hún hefur menntað sig í eigi ekki kost á að búa sér og barni sínu öruggt heimili. „Við erum alltaf að tala um að mennta sig, að menntun sé máttur og allt þetta,“ segir Guðrún sem veltir því fyrir sér hvað börn þessa lands eigi eiginlega að hugsa þegar þau átti sig á því að slík skilaboð byggi á sandi.

„Hann sér bara mömmu sína sveitta að skrifa hvert verkefnið á fætur öðru, þegar ég var að skrifa bæði bachelor- og masters-ritgerðirnar þá var ég vakin og sofin yfir því, og drengurinn hugsar; ókei, maður leggur sjúklega mikið á sig en maður uppsker ekki neitt.“ Guðrún Ágústa og ættingi hennar sem er öryrki hafa borið stöðu sína saman og komist að þeirri niðurstöðu að Guðrún hafi það verra. „Vegna þess að ég er ekki með öruggt húsnæði, ég er ekki með næga innkomu og ég fæ hvergi aðstoð,“ segir Guðrún sem tekur fram að öryrkjar eigi að sjálfsögðu að fá þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Það sé hins vegar ótækt að fólk í hennar stöðu geti lent með þessum hætti á milli skips og bryggju.

Hefur engu að tapa

Þegar leigusamingi Guðrúnar fyrir íbúðinni í Kópavoginum var sagt upp nú í byrjun desember var henni allri lokið. „Það bara gerðist eitthvað í hausnum á mér. Ég hugsaði bara, veistu það, ég er búin að fá nóg, ég get þetta ekki. Ég varð einhvern veginn svo reið og svekkt og sár að ég settist við tölvuna og dritaði þetta niður í rauninni án þess að hugsa,“ segir Guðrún sem vakti athygli á stöðu sinni á Facebook en pistillinn fékk mikla dreifingu og var meðal annars endurbirtur á netmiðlum. Þar sagðist Guðrún alltaf hafa verið mikil baráttukona og að uppgjöf væri ekki til í hennar orðabók, „en núna finn ég að ég get ekki meir … ég get þetta ekki lengur, Ísland er að drepa mig!!! Ísland er að murka úr mér lífið hægt og rólega!!!“

Henni fannst eins og hún hefði ekki neinu að tapa lengur. „Ef ég stend frammi fyrir því að vera á götunni, á hrakhólum, og þetta verður mögulega til þess að ég og sonur minn tvístrumst þá á ég hvort eð er ekkert eftir. Af hverju ekki að segja þetta bara eins og þetta er, umbúðalaust?“ spyr Guðrún sem bendir á að margir í hennar stöðu upplifi skömm og séu þess vegna ekki tilbúnir að opna sig með þessum hætti um stöðu sína. „En ég hugsaði með mér, veistu það, ég hef engu að tapa, ég ætla bara að láta þetta flakka.“ Hún hefur áður reynt að vekja athygli á eigin stöðu, meðal annars með því að fara á fund velferðarráðherra fyrir nokkrum árum, en henni finnst eins og að þeir sem fari með völd í samfélaginu hafi lítinn áhuga á því að hlusta. „Það er bara eins og fólk loki eyrunum, það bara vill ekki heyra þetta.“ 

Hún viðurkennir að hún hafi verið við það að bugast á síðustu árum. Á stundum hafi hún verið svo búin á sál og líkama að henni hafi ekki fundist hún geta meir. Þá hafi hún hreinlega íhugað hvort hún ætti kannski bara að ganga í hafið þar sem „einfaldast og best væri að láta sig hverfa bara“. Hún hefur fullan skilning á því að sumir í sambærilegri stöðu gefist á endanum hreinlega upp. „Það er náttúrlega ömurlegt að líða svona og mér finnst ömurlegt að þetta ástand valdi manni því að maður hugsi svona,“ segir Guðrún sem leggur áherslu á að það sýni auðvitað bara hve frústreruð og þreytt hún sé orðin á þeirri vonlausu stöðu sem hún finni sig í á íslenskum leigumarkaði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.