Margir Íslendingar þekkja Maríu Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðing í Mosfellsbæ, af leiklistarhæfileikum hennar, einstakri kímnigáfu og lífsgleði. María hóf leikferilinn ekki fyrr en hún var komin á eftirlaun, 60 ára gömul. Síðan þá hefur hún stolið senunni í fjölda kvikmynda, verið fastagestur í sjónvarpsþáttum Steinda Jr. og kitlað hláturtaugar leikhúsgesta með alls konar uppátækjum.
Í dag er María 83 ára og heldur ótrauð áfram að spreyta sig á ólíkum formum sviðslista og taka að sér ný hlutverk. Næsta verkefni er uppistand með hópi kvenna í Þjóðleikhúskjallaranum 20. janúar. „Ég held að maður eigi bara að lifa lífinu lifandi og gera það sem maður hefur gaman af,“ segir María. „Og ef maður hefur gaman af því þá fúnkerar það yfirleitt.“
María ólst upp á Akureyri og segir föður sinn og móður bæði hafa verið mjög skemmtilegt fólk. Móðir hennar spilaði undir þöglu kvikmyndunum í bíóinu á Akureyri og á hún …
Athugasemdir