Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sama hvað fólki finnst

Hin 83 ára María Guð­munds­dótt­ir vek­ur at­hygli fyr­ir atorku­semi og sköp­un­ar­gleði. Hún byrj­aði í leik­list­inni á sjö­tugs­aldri og hef­ur síð­an ver­ið í fjölda þátta og bíó­mynda. Núna und­ir­býr hún sig fyr­ir uppist­ands­sýn­ingu og seg­ir öllu máli skipta að gera það sem mað­ur hef­ur gam­an af.

Margir Íslendingar þekkja Maríu Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðing í Mosfellsbæ, af leiklistarhæfileikum hennar, einstakri kímnigáfu og lífsgleði. María hóf leikferilinn ekki fyrr en hún var komin á eftirlaun, 60 ára gömul. Síðan þá hefur hún stolið senunni í fjölda kvikmynda, verið fastagestur í sjónvarpsþáttum Steinda Jr. og kitlað hláturtaugar leikhúsgesta með alls konar uppátækjum.

Í dag er María 83 ára og heldur ótrauð áfram að spreyta sig á ólíkum formum sviðslista og taka að sér ný hlutverk. Næsta verkefni er uppistand með hópi kvenna í Þjóðleikhúskjallaranum 20. janúar. „Ég held að maður eigi bara að lifa lífinu lifandi og gera það sem maður hefur gaman af,“ segir María. „Og ef maður hefur gaman af því þá fúnkerar það yfirleitt.“

María ólst upp á Akureyri og segir föður sinn og móður bæði hafa verið mjög skemmtilegt fólk. Móðir hennar spilaði undir þöglu kvikmyndunum í bíóinu á Akureyri og á hún …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár