Þrátt fyrir að skammdegið sé skollið á og laufblöðin flykkjast kuldalega um stræti borgarinnar finnur rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson fyrir nýfundinni hlýju sem að sögn hefur gert hjarta hans stærra. Hann er orðinn faðir í fyrsta sinn og segir að með hlutverkinu fylgi tilfinning sem trompi allar þær sem hann áður hefur fundið innra með sér. Hann brýnir á mikilvægi þess að karlmenn ræði tilfinningar sínar af einlægni og segir slík samtöl svo mikilvæg að þau geti hreinlega skipt sköpum.
Það er í nógu að snúast hjá Ævari á þessum fyrstu dögum vetrar, en samhliða föðurhlutverkinu var hann að gefa út bókina Þitt eigið tímaferðalag, ásamt því að leggja lokahönd á handrit að nýju barnaleikriti sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í janúar. Listinn er ekki tæmandi þar sem hann hefur einnig verið tilefndur til Astrid Lindgren-verðlaunanna sem lestrarhvetjari og undirbúningur fyrir síðasta lestrarátak Ævars vísindamanns stendur sem hæst þessa dagana. …
Athugasemdir