Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fengu skammir fyrir að vekja athygli á að sjúklingur þyrfti að sofa á klósettinu

Móð­ir Berg­lind­ar Sig­urð­ar­dótt­ur þurfti að sofa inni á sal­erni á lyflækn­inga­deild Land­spít­al­ans vegna pláss­leys­is. Berg­lind og syst­ir henn­ar voru skamm­að­ar fyr­ir að birta mynd­ir af að­stöð­unni á Face­book.

Fengu skammir fyrir að vekja athygli á að sjúklingur þyrfti að sofa á klósettinu
Þurfti að sofa á klósettinu 92 ára gömul kona var látin sofa á klósetti á Landspítala vegna plássleysis.

92 ára gömul kona var látin sofa inni á salerni á lyflækningadeild Landspítala síðustu nótt, með kúabjöllu til að gera vart við sig. Ástæðan var sögð plássleysi. Konan datt illa fyrir rúmri viku og fékk slæmt höfuðhögg. Dætur konunnar segjast hafa fengið skammir frá sjúkrahússtarfsfólki fyrir að taka mynd af aðstöðunni og birta á Facebook til að vekja athygli á stöðu mála.

Berglind Sigurðardóttir

„Við fengum skammir fyrir að vekja athygli á þessu í morgunmatnum í morgun, þegar komið var með hann og honum nánast skellt ofan á klósettsetuna,“ segir Berglind Sigurðardóttir, dóttir konunnar, í samtali við Stundina. „Okkur var sagt að ekki væri leyfilegt að taka myndir af aðstöðunni. Við svöruðum því til að við gætum ekki annað, við hefðum bara fengum bara áfall þegar við sáum við hvaða aðstæður hún þurfti að búa. Við báðum um að henni yrði í það minnsta rúllað fram svo hún fengi nú að borða morgunmatinn sinn frammi á gangi frekar en inni á klósettinu.“

„Skyldu ráðherrarnir láta bjóða sér þetta ef þeim yrði rúllað hér inn.“

Þegar blaðamaður talaði aftur við Berglindi nú í hádeginu var búið að koma móður hennar fyrir inni á sjúkrastofu. Í gær var okkur sagt að þeir vissu ekki hversu langur tími myndi líða þar til hún fengi inni á deild. Okkur var sagt að þetta væri bara staðan, svona væri heilbrigðiskerfið og væri búið að vera í tuttugu ár. Það síðasta sem hún sagði við okkur í gærkvöldi, grátandi, var: „Skyldu ráðherrarnir láta bjóða sér þetta ef þeim yrði rúllað hér inn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár