Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni?“

Agnes Bára Ara­dótt­ir var ein tólf kvenna sem sök­uðu sama mann fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Í tvígang hef­ur nauðg­un­ar­kæru á hend­ur hon­um ver­ið vís­að frá. Sjálf­ur seg­ist hann ekki vera neinn eng­ill. Hún birti nú skjá­skot af skýrslu­töku yf­ir mann­in­um, þar sem lög­regla spyr með­al ann­ars að því af hverju hann hafi hald­ið áfram þrátt fyr­ir ít­rek­aða neit­un henn­ar.

„Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni?“
Agnes Bára Af hverju gilti hans nei, meira en mitt? spyr Agnes Bára í einlægri færslu á Facebook. Þar veltir hún vöngum yfir því hvernig réttarkerfið virkar fyrir þolendur kynferðisofbeldi, út frá eigin reynslu, en maðurinnn sem hún kærði fyrir nauðgun hefur í tvígang sloppið með frávísun hjá lögreglu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Agnes Bára Aradóttir, ein tólf kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi af hálfu sama manns á Sauðárkróki í umfjöllun Stundarinnar í febrúar síðastliðnum, birti í dag skjáskot úr skýrslutöku yfir manninum hjá lögreglu. Maðurinn hefur í tvígang verið kærður fyrir nauðgun en bæði málin voru felld niður, vegna skorts á sönnunargögnum.

Af hverju heldurðu þá áfram?

Fyrir framan húsiðHér stendur Agnes fyrir framan húsið þar sem atvik áttu sér stað. Myndin er tekin fyrr í vetur, þegar tólf konur greindu frá reynslu sinni af sama manninum í viðtali við Stundina.

Í skýrslutöku segir meðal annars:

Lögregla: En hún er ítrekað búin að þarna að segja nei, ég vil ekki eiga samneyti við þig.

Hann: Já.

Lögregla: Hún er búin að gera það, það er … en af hverju heldurðu áfram með það?

Hann: Eh, ég eins og ég segi, ég geti eiginlega ekki útskýrt það.

Þannig heldur samtalið áfram, en maðurinn þvertekur fyrir að hafa nauðgað Agnesi. Síðar í skýrslutökunni viðurkennir hann þó að hafa verið „full ágengur.“ Sagðist hann hafa verið að reyna að fá það „sem við mundum kalla minni háttar reddara, þú veist að fá að snerta á henni brjóstin, eða strjúka rassinn“.

Sæði úr manninum fannst á nærbuxum Agnesar og viðurkenndi maðurinn að hann hefði fengið það yfir rassinn á henni, þótt hún hafi ítrekað sagt nei við hann.

Skjáskotin má sjá hér að neðan, en nafn mannsins hefur verið afmáð.

Vildi opna augu fólks

Agnes greinir frá því í færslu á Facebook að nú sé rúmt ár síðan hún tók ákvörðun um að gera eitthvað, það er að segja sögu sína í Stundinni, ekki aðeins fyrir sjálfa sig heldur kynsystur sínar og þolendur kynferðisofbeldis. „Markmiðið var að fá fólk til að opna augun.“

Í gær hafi síðan verið liðin þrjú ár síðan atvik áttu sér stað og rúmt ár síðan hún ákvað að fara í héraðsdóm til þess að skoða gögn málsins. Eftir standa vangaveltur hennar um réttlæti réttarkerfisins. Með því að birta skjáskot sem hún tók af afriti af skýrslutöku yfir gerandanum vonist hún til þess að fólk sjái hvað „við lifum í ógeðslega fokking brengluðum heimi, þar sem réttarkerfið gerir ekkert fyrir þolendur og fólk er í alvöru hissa á að fólk kæri ekki. En til hvers að kæra þegar mál í þessum málaflokki eru nánast alltaf felld niður?“ 

Það sé varla þess virði að fara í gegnum kæruferlið, því það sé eins og að fá blauta tusku í andlitið að fá síðan bréf  inn um póstlúguna þar sem þér er tilkynnt að málið hafi verið látið niður falla. „Engin aðvörun, enginn til að svara spurningum þínum, enginn til að útskýra, ekkert,“ skrifar Agnes.

Ekki ákært fyrir áreitni

Þá veltir hún upp þeirri spurningu af hverju maðurinn var ekki ákærður fyrir kynferðislegra áreitni, fyrst nauðgunarmálið var fellt niður á þeim forsendum að það þætti ekki líklegt til sakfellingar. „Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni sem hann viðurkennir í skýrslutökum? Af hverju var ekki beðið um sálfræðiálit? Af hverju gilti hans nei, meira en mitt?“

„Af hverju gilti hans nei, meira en mitt?“

Samkvæmt hegningarlögum er allt að tveggja ára fangelsisrefsing við kynferðislegri áreitni. „Kynferðisleg áreitni felst meðal annars í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan.“

Hún bendir jafnframt á að lífsýni frá honum hafi fundist á henni, sem gefi til kynna að hún sé að segja satt, en málið hafi engu að síður verið fellt niður. Í skýrslutöku hafi honum síðan verið veittar upplýsingar um framburð hennar og honum gefið færi á að svara ásökunum hennar, á meðan hún hafi aldrei fengið að vita hvernig hann hagaði sinni frásögn. „Af hverju fékk hann að njóta vafans en ekki ég?“ spyr hún.  

„Af hverju sagði lögreglan við fjölskyldu mína að þetta væri skothelt mál ef það var síðan ekkert?“ spyr hún áður en hún kveður með orðunum: „Kveðja, minniháttar reddarinn.“

Fyrstur til að viðurkenna markaleysi

Sem fyrr segir birti Stundin ítarlega umfjöllun um mál mannsins, þar sem rætt var við Agnesi og ellefu aðrar stelpur sem sögðu hann hafa brotið gegn sér. Í samtali við blaðamann kvaðst maðurinn ekki hafa verið neinn engill og viðurkenndi maðurinn hafa farið yfir mörk kvenna í kynferðislegum samskiptum. „Já, alveg pottþétt. Ég verð fyrstur til að viðurkenna það. Maður var algjört fífl, sko.“ 

Umfjöllun Stundarinnar má lesa í heild sinni hér: Hann saklaus en þær í sárum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár