Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni?“

Agnes Bára Ara­dótt­ir var ein tólf kvenna sem sök­uðu sama mann fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Í tvígang hef­ur nauðg­un­ar­kæru á hend­ur hon­um ver­ið vís­að frá. Sjálf­ur seg­ist hann ekki vera neinn eng­ill. Hún birti nú skjá­skot af skýrslu­töku yf­ir mann­in­um, þar sem lög­regla spyr með­al ann­ars að því af hverju hann hafi hald­ið áfram þrátt fyr­ir ít­rek­aða neit­un henn­ar.

„Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni?“
Agnes Bára Af hverju gilti hans nei, meira en mitt? spyr Agnes Bára í einlægri færslu á Facebook. Þar veltir hún vöngum yfir því hvernig réttarkerfið virkar fyrir þolendur kynferðisofbeldi, út frá eigin reynslu, en maðurinnn sem hún kærði fyrir nauðgun hefur í tvígang sloppið með frávísun hjá lögreglu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Agnes Bára Aradóttir, ein tólf kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi af hálfu sama manns á Sauðárkróki í umfjöllun Stundarinnar í febrúar síðastliðnum, birti í dag skjáskot úr skýrslutöku yfir manninum hjá lögreglu. Maðurinn hefur í tvígang verið kærður fyrir nauðgun en bæði málin voru felld niður, vegna skorts á sönnunargögnum.

Af hverju heldurðu þá áfram?

Fyrir framan húsiðHér stendur Agnes fyrir framan húsið þar sem atvik áttu sér stað. Myndin er tekin fyrr í vetur, þegar tólf konur greindu frá reynslu sinni af sama manninum í viðtali við Stundina.

Í skýrslutöku segir meðal annars:

Lögregla: En hún er ítrekað búin að þarna að segja nei, ég vil ekki eiga samneyti við þig.

Hann: Já.

Lögregla: Hún er búin að gera það, það er … en af hverju heldurðu áfram með það?

Hann: Eh, ég eins og ég segi, ég geti eiginlega ekki útskýrt það.

Þannig heldur samtalið áfram, en maðurinn þvertekur fyrir að hafa nauðgað Agnesi. Síðar í skýrslutökunni viðurkennir hann þó að hafa verið „full ágengur.“ Sagðist hann hafa verið að reyna að fá það „sem við mundum kalla minni háttar reddara, þú veist að fá að snerta á henni brjóstin, eða strjúka rassinn“.

Sæði úr manninum fannst á nærbuxum Agnesar og viðurkenndi maðurinn að hann hefði fengið það yfir rassinn á henni, þótt hún hafi ítrekað sagt nei við hann.

Skjáskotin má sjá hér að neðan, en nafn mannsins hefur verið afmáð.

Vildi opna augu fólks

Agnes greinir frá því í færslu á Facebook að nú sé rúmt ár síðan hún tók ákvörðun um að gera eitthvað, það er að segja sögu sína í Stundinni, ekki aðeins fyrir sjálfa sig heldur kynsystur sínar og þolendur kynferðisofbeldis. „Markmiðið var að fá fólk til að opna augun.“

Í gær hafi síðan verið liðin þrjú ár síðan atvik áttu sér stað og rúmt ár síðan hún ákvað að fara í héraðsdóm til þess að skoða gögn málsins. Eftir standa vangaveltur hennar um réttlæti réttarkerfisins. Með því að birta skjáskot sem hún tók af afriti af skýrslutöku yfir gerandanum vonist hún til þess að fólk sjái hvað „við lifum í ógeðslega fokking brengluðum heimi, þar sem réttarkerfið gerir ekkert fyrir þolendur og fólk er í alvöru hissa á að fólk kæri ekki. En til hvers að kæra þegar mál í þessum málaflokki eru nánast alltaf felld niður?“ 

Það sé varla þess virði að fara í gegnum kæruferlið, því það sé eins og að fá blauta tusku í andlitið að fá síðan bréf  inn um póstlúguna þar sem þér er tilkynnt að málið hafi verið látið niður falla. „Engin aðvörun, enginn til að svara spurningum þínum, enginn til að útskýra, ekkert,“ skrifar Agnes.

Ekki ákært fyrir áreitni

Þá veltir hún upp þeirri spurningu af hverju maðurinn var ekki ákærður fyrir kynferðislegra áreitni, fyrst nauðgunarmálið var fellt niður á þeim forsendum að það þætti ekki líklegt til sakfellingar. „Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni sem hann viðurkennir í skýrslutökum? Af hverju var ekki beðið um sálfræðiálit? Af hverju gilti hans nei, meira en mitt?“

„Af hverju gilti hans nei, meira en mitt?“

Samkvæmt hegningarlögum er allt að tveggja ára fangelsisrefsing við kynferðislegri áreitni. „Kynferðisleg áreitni felst meðal annars í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan.“

Hún bendir jafnframt á að lífsýni frá honum hafi fundist á henni, sem gefi til kynna að hún sé að segja satt, en málið hafi engu að síður verið fellt niður. Í skýrslutöku hafi honum síðan verið veittar upplýsingar um framburð hennar og honum gefið færi á að svara ásökunum hennar, á meðan hún hafi aldrei fengið að vita hvernig hann hagaði sinni frásögn. „Af hverju fékk hann að njóta vafans en ekki ég?“ spyr hún.  

„Af hverju sagði lögreglan við fjölskyldu mína að þetta væri skothelt mál ef það var síðan ekkert?“ spyr hún áður en hún kveður með orðunum: „Kveðja, minniháttar reddarinn.“

Fyrstur til að viðurkenna markaleysi

Sem fyrr segir birti Stundin ítarlega umfjöllun um mál mannsins, þar sem rætt var við Agnesi og ellefu aðrar stelpur sem sögðu hann hafa brotið gegn sér. Í samtali við blaðamann kvaðst maðurinn ekki hafa verið neinn engill og viðurkenndi maðurinn hafa farið yfir mörk kvenna í kynferðislegum samskiptum. „Já, alveg pottþétt. Ég verð fyrstur til að viðurkenna það. Maður var algjört fífl, sko.“ 

Umfjöllun Stundarinnar má lesa í heild sinni hér: Hann saklaus en þær í sárum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár