Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýtt húsnæði fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu

Reykja­vík­ur­borg kaup­ir hús­næði við Granda­garð und­ir neyð­ar­skýli. Starf­sem­in á að hefjast í mars en þang­að til verð­ur rým­um fjölg­að í Gisti­skýl­inu við Lind­ar­götu.

Nýtt húsnæði fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu

Borgarráð samþykkti í gær að keypt verði húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Starfsemin á að hefjast í mars á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Skýlið verður fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu og kostar rekstur þess um 115 milljónir króna á ári. Sólahringsvakt verður í húsnæðinu sem er staðsett að Grandagarði 1A. Þar til starfsemin hefst verður tímabundin fjölgun plássa í Gistiskýlinu við Lindargötu með því markmiði að ekki þurfi að vísa neinum frá í vetur, samkvæmt tilkynningu.

,,Opnun neyðarskýlis fyrir unga vímuefnaneytendur verður mikilvægur áfangi í að bæta þjónustu við þann hóp borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Á næsta ári munum við innleiða endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, það er því margt á döfinni í  þessum mikilvæga málaflokki.“

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar þjónustar 65 einstaklinga í virkri neyslu sem búa í sérstöku húsnæði á vegum borgarinnar. Á fundi borgarráðs var einnig ræddur undirbúningur vegna kaupa á 25 smáhýsum sem verða staðsett í nokkkrum þyrpingum vestan Elliðaáa.  Þeim framkvæmdum á einnig að ljúka í mars 2019.

Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar á árinu 2019, vegna þjónustu við vímuefnaneytendur í virkri neyslu eða í kjölfar meðferðar er um 1,2 milljarðar króna, samkvæmt tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár