Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýtt húsnæði fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu

Reykja­vík­ur­borg kaup­ir hús­næði við Granda­garð und­ir neyð­ar­skýli. Starf­sem­in á að hefjast í mars en þang­að til verð­ur rým­um fjölg­að í Gisti­skýl­inu við Lind­ar­götu.

Nýtt húsnæði fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu

Borgarráð samþykkti í gær að keypt verði húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Starfsemin á að hefjast í mars á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Skýlið verður fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu og kostar rekstur þess um 115 milljónir króna á ári. Sólahringsvakt verður í húsnæðinu sem er staðsett að Grandagarði 1A. Þar til starfsemin hefst verður tímabundin fjölgun plássa í Gistiskýlinu við Lindargötu með því markmiði að ekki þurfi að vísa neinum frá í vetur, samkvæmt tilkynningu.

,,Opnun neyðarskýlis fyrir unga vímuefnaneytendur verður mikilvægur áfangi í að bæta þjónustu við þann hóp borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Á næsta ári munum við innleiða endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, það er því margt á döfinni í  þessum mikilvæga málaflokki.“

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar þjónustar 65 einstaklinga í virkri neyslu sem búa í sérstöku húsnæði á vegum borgarinnar. Á fundi borgarráðs var einnig ræddur undirbúningur vegna kaupa á 25 smáhýsum sem verða staðsett í nokkkrum þyrpingum vestan Elliðaáa.  Þeim framkvæmdum á einnig að ljúka í mars 2019.

Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar á árinu 2019, vegna þjónustu við vímuefnaneytendur í virkri neyslu eða í kjölfar meðferðar er um 1,2 milljarðar króna, samkvæmt tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár