Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýtt húsnæði fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu

Reykja­vík­ur­borg kaup­ir hús­næði við Granda­garð und­ir neyð­ar­skýli. Starf­sem­in á að hefjast í mars en þang­að til verð­ur rým­um fjölg­að í Gisti­skýl­inu við Lind­ar­götu.

Nýtt húsnæði fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu

Borgarráð samþykkti í gær að keypt verði húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Starfsemin á að hefjast í mars á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Skýlið verður fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu og kostar rekstur þess um 115 milljónir króna á ári. Sólahringsvakt verður í húsnæðinu sem er staðsett að Grandagarði 1A. Þar til starfsemin hefst verður tímabundin fjölgun plássa í Gistiskýlinu við Lindargötu með því markmiði að ekki þurfi að vísa neinum frá í vetur, samkvæmt tilkynningu.

,,Opnun neyðarskýlis fyrir unga vímuefnaneytendur verður mikilvægur áfangi í að bæta þjónustu við þann hóp borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Á næsta ári munum við innleiða endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, það er því margt á döfinni í  þessum mikilvæga málaflokki.“

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar þjónustar 65 einstaklinga í virkri neyslu sem búa í sérstöku húsnæði á vegum borgarinnar. Á fundi borgarráðs var einnig ræddur undirbúningur vegna kaupa á 25 smáhýsum sem verða staðsett í nokkkrum þyrpingum vestan Elliðaáa.  Þeim framkvæmdum á einnig að ljúka í mars 2019.

Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar á árinu 2019, vegna þjónustu við vímuefnaneytendur í virkri neyslu eða í kjölfar meðferðar er um 1,2 milljarðar króna, samkvæmt tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár