Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

9 af 10 opinberum framkvæmdum fram úr áætlun

Mik­ill meiri­hluti fram­kvæmda hins op­in­bera á Ís­landi kosta meira en áætlan­ir gera ráð fyr­ir. Al­mennt er framúr­keyrsl­an um 60%, að sögn lektors.

9 af 10 opinberum framkvæmdum fram úr áætlun
Bragginn Mikið hefur verið rætt um framúrkeyrslu í byggingu Braggans svokallaða í Nauthólsvík. Mynd: Davíð Þór

Af stærri framkvæmdum ríkisins og sveitarfélaga fóru 89% yfir kostnaðaráætlun. Þetta kom fram í kynningu Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, á fundi Verkfræðingafélagsins í gær samkvæmt Morgunblaðinu í dag.

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur tekið saman gögn um verkefnin, sem að sögn Þórðar eru ekki tæmandi, en gefi vísbendingu um að mikill meirihluti framkvæmda fari yfir áætlun. Ljóst sé að framúrkeyrsla sé almennt um 60%. Aðeins eitt af 35 verkefnum í gögnunum var undir áætlun og í þremur öðrum tilvikum stóðst áætlun. Mest var framúrkeyrslan um 300% í einu tilviki. „Þetta er ekki eitthvert séríslenskt vandamál,“ segir Þórður.

Segir hann þó skorta miðlægan gagnagrunn um opinberar framkvæmdir svo að Íslendingar geti lært af reynslunni. Norðmenn hafi til dæmis innleitt verkferla sem  hafi lækkað raunkostnað framkvæmda um 14% með opinberri gæðatryggingu. „Ísland hefur valið aðra leið en þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við. Norðmenn voru á sama stað og við erum nú fyrir um 15 til 20 árum,“ segir Þórður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár