Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

9 af 10 opinberum framkvæmdum fram úr áætlun

Mik­ill meiri­hluti fram­kvæmda hins op­in­bera á Ís­landi kosta meira en áætlan­ir gera ráð fyr­ir. Al­mennt er framúr­keyrsl­an um 60%, að sögn lektors.

9 af 10 opinberum framkvæmdum fram úr áætlun
Bragginn Mikið hefur verið rætt um framúrkeyrslu í byggingu Braggans svokallaða í Nauthólsvík. Mynd: Davíð Þór

Af stærri framkvæmdum ríkisins og sveitarfélaga fóru 89% yfir kostnaðaráætlun. Þetta kom fram í kynningu Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, á fundi Verkfræðingafélagsins í gær samkvæmt Morgunblaðinu í dag.

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur tekið saman gögn um verkefnin, sem að sögn Þórðar eru ekki tæmandi, en gefi vísbendingu um að mikill meirihluti framkvæmda fari yfir áætlun. Ljóst sé að framúrkeyrsla sé almennt um 60%. Aðeins eitt af 35 verkefnum í gögnunum var undir áætlun og í þremur öðrum tilvikum stóðst áætlun. Mest var framúrkeyrslan um 300% í einu tilviki. „Þetta er ekki eitthvert séríslenskt vandamál,“ segir Þórður.

Segir hann þó skorta miðlægan gagnagrunn um opinberar framkvæmdir svo að Íslendingar geti lært af reynslunni. Norðmenn hafi til dæmis innleitt verkferla sem  hafi lækkað raunkostnað framkvæmda um 14% með opinberri gæðatryggingu. „Ísland hefur valið aðra leið en þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við. Norðmenn voru á sama stað og við erum nú fyrir um 15 til 20 árum,“ segir Þórður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár