Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

9 af 10 opinberum framkvæmdum fram úr áætlun

Mik­ill meiri­hluti fram­kvæmda hins op­in­bera á Ís­landi kosta meira en áætlan­ir gera ráð fyr­ir. Al­mennt er framúr­keyrsl­an um 60%, að sögn lektors.

9 af 10 opinberum framkvæmdum fram úr áætlun
Bragginn Mikið hefur verið rætt um framúrkeyrslu í byggingu Braggans svokallaða í Nauthólsvík. Mynd: Davíð Þór

Af stærri framkvæmdum ríkisins og sveitarfélaga fóru 89% yfir kostnaðaráætlun. Þetta kom fram í kynningu Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, á fundi Verkfræðingafélagsins í gær samkvæmt Morgunblaðinu í dag.

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur tekið saman gögn um verkefnin, sem að sögn Þórðar eru ekki tæmandi, en gefi vísbendingu um að mikill meirihluti framkvæmda fari yfir áætlun. Ljóst sé að framúrkeyrsla sé almennt um 60%. Aðeins eitt af 35 verkefnum í gögnunum var undir áætlun og í þremur öðrum tilvikum stóðst áætlun. Mest var framúrkeyrslan um 300% í einu tilviki. „Þetta er ekki eitthvert séríslenskt vandamál,“ segir Þórður.

Segir hann þó skorta miðlægan gagnagrunn um opinberar framkvæmdir svo að Íslendingar geti lært af reynslunni. Norðmenn hafi til dæmis innleitt verkferla sem  hafi lækkað raunkostnað framkvæmda um 14% með opinberri gæðatryggingu. „Ísland hefur valið aðra leið en þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við. Norðmenn voru á sama stað og við erum nú fyrir um 15 til 20 árum,“ segir Þórður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár