Um þessar mundir er myndlistar- og kvikmyndagerðarkonan Hulda Rós Guðnadóttir í ársdvöl við nútímalistasafnið Künstlerhaus Bethanien í Berlín og undirbýr þar einkasýninguna All is full of love sem verður opnuð þar á tveimur hæðum þann 17. janúar næstkomandi. Á sýningunni fjallar Hulda Rós um nýlendusamband Íslendinga og Dana, notar listina til að varpa ljósi á ferðamennskuna annars vegar og fiskveiðar hins vegar.
Einn angi verkefnisins og nokkurs konar upptaktur að sýningunni sjálfri er söfnun á Karolina Fund, undir nafninu Puffin Love. Með því að heita á listamanninn þar gefst þátttakendum kostur á að eignast fjölfeldi sem gefið er út í 30 númeruðum eintökum. Við fyrstu sýn er þessi mjúki skúlptúr, fjölfeldið, ósköp venjulegur lundabangsi, eins og þeir sem gengið hafa Laugaveginn á síðustu árum hafa ekki komist hjá því að reka augun í, aftur, aftur og aftur.
Er þetta list?
Og það er einmitt það sem hann er, mjúki skúlptúrinn. …
Athugasemdir