Jónas Garðarsson, sitjandi formaður Sjómannafélags Íslands, er hæstlaunaði verkalýðsleiðtogi landsins, samkvæmt úttekt Stundarinnar, en hann var með rúmlega 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun á árinu 2016. Þá var Bergur Þorkelsson, gjaldkeri félagsin,s með rúmar 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun á sama ári. Árstekjur þeirra voru því rétt rúmar 38 milljónir króna, ef marka má upplýsingar frá ríkisskattstjóra sem nálgast má á vefsíðunni tekjur.is. Jónas og Bergur eru einu starfsmenn félagsins, ef frá er talinn ritari á skrifstofu þess, en félagsmenn eru um það bil 600 talsins. Jónas hefur ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar þess efnis hvort tekjur hans komi alfarið frá Sjómannafélagi Íslands.
Félagið hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, sérstaklega eftir að Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, var gerð brottræk þaðan á þeirri forsendu að hún hefði skaðað hagsmuni félagsins með gagnrýni sinni. Heiðveig hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega …
Athugasemdir