Röð áfalla varð þess valdandi að sorgin ruddi sér leið inn í hjarta Hildar Óladóttur, festi þar rótum og kippti síðar undan henni fótunum. Á dimmustu dögunum ákallaði hún son sinn og föður sem báðir voru látnir. Með táraflauminn streymandi ofan í koddann, samanhnipruð í fósturstellingunni faðmaði hún þéttingsfast að brjósti sér mynd af syni sínum og föður. Hún bað þá um að breiða út arma sína og leyfa sér að koma til þeirra. Hildur gat ekki afborið meiri sorg í þessari jarðvist og var tilbúin til þess að yfirgefa hana, hún þráði hvíld, hún gat ekki meir. Ekkaþung tárin hættu ekki að streyma ofan í koddann þar til hún að lokum sofnaði. Hún vaknaði nokkrum stundum síðar, horfði á mynd af eftirlifandi börnum sínum sem kölluðu til hennar: „Mamma! Þú mátt ekki gleyma okkur, við erum hér!“
Barnsmissirinn er stærsta áfallið í lífi Hildar, sem síðar átti stóran þátt …
Athugasemdir