Harðar deilur hafa geisað innan stóreignaættarinnar Valfells-fjölskyldunnar um yfirráð og völdin yfir fjárfestingarfélaginu Vetrargarðinum ehf. Þessar deilur eru komnar til kasta íslenskra dómstóla og kvað Landsréttur upp dóm í deilunni í byrjun nóvember.
Deilurnar snúast um Vetrargarð ehf. en þetta félag á eignir upp á tvo milljarða króna, meðal annars fasteignina í Skeifunni sem hýsir Hagkaup sem og eitt fyrsta verslunarhús sem byggt var á Íslandi, Kjörgarð á Laugavegi.
Þessi ættarauður byggir í grunninn á viðskiptaveldi ættföðurins, Sveins B. Valfells, sem fæddur var árið 1905 og sem stofnaði verksmiðju sem framleiddi vinnuföt og var hann sagður vera „maðurinn sem kenndi Íslendingum að klæða sig gegn kuldanum“ í afmælisgrein í Alþýðublaðinu árið 1955. Sveinn var einn ríkasti Íslendingurinn á fyrri helmingi og fram eftir tuttugustu öldinni, bóndasonur sem með athafna- og útsjónarsemi bjó til ættarveldi og njóta afkomendur góðs af því.
Deilt um breytingar á Kjörgarði
Sveinn …
Athugasemdir