Í byrjun ársins 2000 bjuggu rétt rúmlega þúsund manns á Íslandi með pólskan ríkisborgararétt. Á tímum járntjaldsins var flókið mál fyrir Pólverja að flytja til Íslands, en eftir fall kommúnismans í Austur-Evrópu tók við hröð aðlögun Póllands í átt til markaðshagkerfis. Árið 2004 gekk Pólland svo í Evrópusambandið, fékk aðild að innri markaði Evrópu og fullt ferðafrelsi ríkisborgara sinna innan Evrópska efnahagssvæðisins í kjölfarið.
Í byrjun ársins 2018 bjuggu yfir 17 þúsunds manns af pólskum uppruna á Íslandi. Pólverjar eru nú langstærsti hópur innflytjenda á landinu, margfalt fjölmennari en innflytjendur af þeim þjóðernum sem næst á eftir koma, frá Litháen og Filippseyjum. Pólverjar eru fimm prósent landsmanna, fleiri en sem nemur íbúafjölda Garðabæjar, en fjöldi þeirra endurspeglast ekki með sama hætti á hinum opinbera vettvangi.
Á hápunkti góðærisins fyrir hrun kom fjöldi pólskra innflytjenda tímabundið til að vinna í byggingariðnaði og njóta sterks gengis krónunnar miðað við hið pólska zloty …
Athugasemdir